fbpx
Mánudagur 06.júlí 2020
Fókus

Stjörnu-Sævar hvetur landsmenn til að sleppa því að kaupa helíumblöðrur á morgun

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 16. júní 2020 15:50

Stjörnu-Sævar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðingur og einn ötulasti umhverfisverndarsinni Íslands, hvetur landsmenn til að sleppa því að kaupa litríkar helíumblöðrur.

„Við ættum að sleppa því,“ segir Sævar í færslu á Facebook.

„Þegar við kaupum helíumblöðrur búum við til óþarfa plastrusl og sóum dýrmætri auðlind. Blöðrurnar eru oftast úr slitsterku, málmhúðuðu plastefni sem heitir Myla og brotnar mjög seint og illa niður. Helíumblaðra sem sleppur út í loftið þenst út og springur í um 10 km hæð. Þá verða til örplastagnir og plastrusl sem fellur aftur til jarðar, á land og í sjó þar sem lífið heldur að leifarnar séu matur. Helíum er líka dýrmæt og takmörkuð auðlind,“ segir Sævar og heldur áfram.

„Í daglegu lífi er fljótandi helíum notað í vísindarannsóknir og sem kælivökvi fyrir segulómtæki sem gera okkur kleift að skyggnast inn í líkama fólks án þess að skera það upp […] Skortur á helíumi hækkar verðið á því sem gerir notkun segulómtækjanna dýrari fyrir heilbrigðiskerfi heimsins.“

Sævar segir að helíumblöðrur séu fyrirtaks dæmi um óþarfa sem auðvelt er að sleppa alveg.

„Þær virðast kannski skemmtilegar en skemmtunin varir örstutta stund en afleiðingar þeirra geta verið miður skemmtilegar. Helúmblöðrur ættu auðvitað ekki einu sinni að vera til sölu. Þá væru þær hvergi í augsýn og krakkar bæðu þá ekki um þær. Sleppum því helíumblöðrunum, ekki út í umhverfið, heldur alfarið.“

Lestu færslu Sævars í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 6 dögum

Vikan á Instagram: „Erfitt að vera Kim Kardashian fjölskyldunnar“

Vikan á Instagram: „Erfitt að vera Kim Kardashian fjölskyldunnar“
Fókus
Fyrir 1 viku

„Þá byrjar einhver atburðarás sem líkist martröð“

„Þá byrjar einhver atburðarás sem líkist martröð“
Fókus
Fyrir 1 viku

Jóhannes Kr. og Sölvi um símtölin eftir að dóttir Jóhannesar dó

Jóhannes Kr. og Sölvi um símtölin eftir að dóttir Jóhannesar dó
Fókus
Fyrir 1 viku

Jói Haukur um Eurovision-myndina – „Þetta er meistaraverk“

Jói Haukur um Eurovision-myndina – „Þetta er meistaraverk“