fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fókus

Segir að vændi geti verið ánægjulegt en hún væri ekki á lífi ef hún hefði haldið áfram

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 27. maí 2020 16:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Dís Þórðardóttir vann fyrir sér með vændi á þremur vændishúsum í Kaupmannahöfn, lengst af á „elítu vændishúsi“.  „Þar eru fínni kúnnar, hærra verð og fallegri stelpur,“ segir Eva Dís.  Hún segist hafa tekið á móti frá 0 og upp í 14 kúnna á kvöldi.

„Þá fann ég ekki fyrir líkamanum en var með fulla vasa af seðlum,“ segir hún.

Eva Dís er í afar opinskáu viðtali við Ásdísi Ólsen í þættinum Undir yfirborðinu sem er á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 20.

Hún ætlaði að fremja sjálfsmorð

Hún segir engan duga lengi í vændi og hún væri ekki á lífi ef hún hefði haldi áfram.  Allar samstarfskonur hennar, nema ein eru horfnar af sjónvarsviðinu. Hún hugði á sjálfsvíg þegar hún fékk hjálp til að horfast í augu við sjálfan sig.

Eva Dís segir það hafa verið nauðsynlegt fyrir sig að geta talað um vændið til að losna við skömmina. Tilhugsunin um að einhver kæmist að „leyndarmálinu hennar“ var óbærileg um tíma.

Vændi getur verið ánægjulegt

Eva Dís segir það stundum hafa verið ánægjulegt og gaman að vera með mönnum sem keyptu sig inn á hana.  Viðtalið er einstaklega opinskátt og er m.a. rætt um hvort vændiskona geti notið kynlífs og hvernig maður verðleggur kynlíf.

Sjá klippur úr þættinum

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld