fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fókus

35 ára bústaður Eydísar fékk allsherjar yfirhalningu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 25. maí 2020 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eydís Eyjólfsdóttir tók sumarbústaðinn sinn í gegn fyrir nokkrum árum. Bústaðurinn var byggður árið 1983 og hafði ekki tekið neinum breytingum síðan þá. Það var allt upprunalegt í honum og tók Eydís hann svo sannarlega í nefið. Hún segir að lykillinn að því að halda kostnaðinum í lágmarki sé að gera sem mest sjálf og eiga góða að sem geta hjálpað.

Bústaðurinn fyrir breytingar.
Bústaðurinn eftir breytingar.

Skemmtilegt verkefni

„Pabbi minn er smiður sem er kominn á eftirlaun. Hann á heiðurinn af því að þetta „makeover“ var gert eins vel og vandlega og raunin varð. Hann er einstaklega útsjónarsamur og snillingur í að hanna fallegar innréttingar í lítil rými. Ég lagði upp með ákveðið útlit sem hann var sammála mér um. Úr varð skemmtilegt verkefni okkar feðgina sem hann verkstýrði með sinni þekkingu og reynslu,“ segir Eydís.

Bústaðurinn er 54 fermetrar. „Allt ferlið hófst í nóvember 2017 og tók í það heila eitt og hálft ár. Mest lá á í byrjun að mála að innan og breyta eldhúsinu. Annað kom svo smám saman bara,“ segir Eydís.

Eldhúsið fyrir breytingar.
Eldhúsið fallegt og bjart yfirlitum eftir breytingar.

„Það ætlaði aldrei að stytta upp rigningasumarið 2018 og það var ekki fyrr en í ágúst sem við gátum loksins málað bústaðinn að utan, það var stór og góð breyting, punkturinn yfir i-ið.“

Í heildina kostaði yfirhalningin um hálfa milljón, en það var allt efniskostnaður. „Það er heilmikill sparnaður í því að vinna sem mest sjálfur og eiga góða að,“ segir Eydís.

Baðherbergið fyrir.
Baðherbergið eftir breytingar.

Breytingarnar

Eydís fer yfir allar þær breytingar sem voru gerðar á bústaðnum.

„Allur bústaðurinn var málaður að innan, í ljósgráu og hvítu. Við ákváðum að halda þverbitunum dökkum sem gaf ákveðinn stíl. Héldum einnig gólfefninu í bústaðnum, nema inni á baði þar sem við fjarlægðum gamlan dúk og settum vínyldúk í staðinn. Eldhúsið var alveg tekið í gegn, ný eldhúsinnrétting og ný tæki, bættum einnig við uppþvottavél. Settum nýjar innréttingar á ganginn og forstofuna. Tókum niður vegg, bættum einangrun í veggi. Við settum nýja innréttingu inn á bað og keyptum nýtt klósett, sturtugler og handklæðaofn. Við styrktum svo undirlag heita pottsins og endurnýjuðum timburvegginn í kring þar sem þurfti. Svo máluðum við allan bústaðinn að utan og þakið, og endurnýjuðum þá glugga sem var komin móða í,“ segir hún.

Bústaðurinn fyrir breytingar.

Góð ráð

Eydís gefur þeim ráð sem eru að hugsa um að taka sumarbústaðinn í gegn.

„Ég mæli til dæmis með að fá ráðgjöf sérfræðinga í málningarverslun áður en ákveðið er að mála, það var margt sem ég vissi ekki og hefði verið auðvelt að klúðra. Eyða mestu í að taka eldhúsið í gegn, þannig að gaman sé að elda og auðvelt sé að ganga frá. Flýta sér hægt. Með því að verja tíma í bústaðnum sérðu smám saman hvaða breytingar eru bestar. Plana, forgangsraða og njóta þess að sjá umbreytinguna,“ segir
hún.

Hvað er alveg nauðsynlegt að hafa í bústaðnum að þínu mati?

„Þægindi og smá lúxus. Algjör nauðsyn að hafa uppþvottavél, heitan pott, internet og router fyrir sjónvarp. Þetta á að vera staður til að slaka á og njóta og maður á einskis að sakna, bara sömu þægindi og heima, með þeim plús að vera nálægt náttúrunni og í burtu frá stressi.“

Sjáðu fleiri fyrir og eftir myndir hér að neðan.

Bústaðurinn fyrir breytingar.
Eftir.
Bústaðurinn fyrir breytingar.
Bústaðurinn eftir breytingar.

Bústaðurinn fyrir breytingar.
Bústaðurinn fyrir breytingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 4 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni