fbpx
Mánudagur 03.ágúst 2020
Fókus

Andstæðingur Fjallsins gerði 100 uppsetur á hverjum degi í mánuð og þetta gerðist

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 22. maí 2020 12:00

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kraftajötuninn Eddie Hall tók sig til og gerði 100 uppsetur á dag í heilan mánuð. Hann sýnir frá öllu ferlinu í myndbandi fyrir YouTube-síðu sína.

Eddie Hall mun mæta Hafþóri Júlíus í boxhringnum í september á næsta ári. Þeir tveir eiga langa sögu að baki, þeir hafa keppt á móti hvor öðrum í Sterkasti maður í heimi. Hafþór sakaði Eddie um svindl árið 2017 þegar sá síðarnefndi bar sigur úr býtum. Í byrjun maí bætti Hafþór met Eddie í réttstöðulyftu og tók af honum heimsmetið.

Ætlar að léttast fyrir bardagann

Eddie stendur nú í ströngu við að æfa fyrir bardagann. Þessa dagana er hann að leggja meiri áherslu á að léttast í stað þess að byggja upp vöðva.

„Ég ætla að léttast og koma mér í form,“ segir Eddie í myndbandi á YouTube-síðu sinni.

„Ég ætla að reyna að gera 100 uppsetur. Ég held að ég nái því ekki en þetta tekur tíma. En ég ætla að reyna að gera 100 uppsetur á hverjum degi, smá box æfingar og svo ætla ég að fara út að hjóla og byrja að léttast.“

Áskorunin hefur greinilega borgað sig þar sem í lokin má sjá greinilega kviðvöðva hans. Hann var 175 kíló í byrjun en missti um átta kíló. Það er þó ekki aðeins kviðæfingunum að þakka, heldur borðaði hann minna og gerði fleiri þolæfingar.

„Eins og þið vitið þá ætla ég í hringinn með Hafþóri. Ég held að ég sé ekki að fara í hringinn 160 plús kíló. Það væri frekar kjánalegt. Ég held að ég og Hafþór þurfum báðir að léttast svo við getum báðir haldið út þriggja mínútna lotu og gefið íþróttinni þá virðingu sem hún á skilið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Tímavélin: „Æskilegt er að flugfreyjan sé lagleg og snotur í vexti“

Tímavélin: „Æskilegt er að flugfreyjan sé lagleg og snotur í vexti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar“

„Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ásrún og Atli stunduðu kynlíf fyrir framan myndavél – „Þetta var aldrei leikið eða performerað“

Ásrún og Atli stunduðu kynlíf fyrir framan myndavél – „Þetta var aldrei leikið eða performerað“
Fókus
Fyrir 1 viku

Ed Sheeran opnar sig um lágpunktinn – „Þetta er gaman til að byrja með svo fer þetta að verða sorglegt“

Ed Sheeran opnar sig um lágpunktinn – „Þetta er gaman til að byrja með svo fer þetta að verða sorglegt“
Fókus
Fyrir 1 viku

Öllu gríni fylgir einhver afstaða

Öllu gríni fylgir einhver afstaða
Fókus
Fyrir 1 viku

Stjörnuspá vikunnar: Nú gjörsamlega rignir peningum yfir Tvíbura

Stjörnuspá vikunnar: Nú gjörsamlega rignir peningum yfir Tvíbura
Fókus
Fyrir 1 viku

Kristín ræðir andlát unnusta síns – „Eins og ég væri snjórinn í sjónvarpinu“

Kristín ræðir andlát unnusta síns – „Eins og ég væri snjórinn í sjónvarpinu“
Fókus
Fyrir 1 viku

Svona var klukkustund í kynlífsherberginu – „Hvað var ég nú búinn að koma mér út í?“

Svona var klukkustund í kynlífsherberginu – „Hvað var ég nú búinn að koma mér út í?“