fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Dulúð yfir aðkomu Will Farrels að Eurovisiongleði RÚV

Fókus
Fimmtudaginn 14. maí 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef allt hefði gengið að óskum hefðu Daði og gagnamagnið átt að stíga á stokk á síðara undanúrslitakvöldi Eurovision í Rotterdam í kvöld. En öðruvísi fór en áætlað var og keppnin blásin af sökum Covid-19 faraldursins. Í sárabætur fyrir Euro-þyrsta Íslendinga hefur RÚV staðið að fjölbreyttri skemmtidagskrá í vikunni.

Í kvöld verður þátturinn Eurovisiongleði – Okkar 12stig sýndur í beinni útsendingu  frá RÚV klukkan 19:49. Þar verður mikið um dýrðir og gestirnir ekki að verri endanum.

Stórleikarinn, Will Ferrell, verður meðal gesta þáttarins en mikil dulúð hvílir yfir því í hverju framkoma hans felist. Verður hann á staðnum eða í gegnum fjarfundabúnað? Verður hann með einhvers konar skemmtiatriði eða verður hann til viðtals?

Ragnhildur Steinunn.

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, sem verður kynnir þáttarins ásamt söngvaranum Jón Jónssyni, vildi ekkert gefa upp þegar DV sló á þráðinn til hennar.

„Ég get ekkert meira sagt þér en að hann tekur þátt í Eurovisiongleðinni – Okkar 12Stig í kvöld“ Annað verður, að sögn Ragnhildar bara að koma í ljós „Því miður, við ákváðum að segja ekkert meira. En ég get sagt þér að forsetahjónin koma líka við sögu og öll ríkisstjórnin þau koma fram í þættinum og það ekki sem áhorfendur. Klemenz úr Hatara kemur og flytur lag fyrir okkur og Daði og gagnamagnið ætla að vera með stórskemmtilegt atriði“

Annað vildi Ragnhildur ekki gefa upp. Þið verðið bara að fylgjast með í kvöld.“

Ragnhildur segist þó bjartsýn fyrir framtíðinni og er alveg sannfærð um að Daði og gagnamagnið hefðu farið alla leið ef ekki hefði verið vegna Covid-19. „Ég og Jón lítum á þetta sem tækifæri til að æfa okkur að halda forkeppnina því nú held ég að það styttist í það að við fáum að halda keppnina á Íslandi. Við erum alveg sannfærð um að Daði hefði unnið,“ segir Ragnhildur og bendir á gott gengi Daða í mörgum keppnum sem þjóðir og aðdáendur Eurovision hafa blásið til undanfarið. „Sem er algjörlega magnað“

Það er gaman að sjá hvað það er er mikil Júróstemming þó það sé engin keppni í ár. Íslendingar láta ekkert stoppa sig. Strætó er með Gagnavagninn sem fór í sína fyrstu ferð í dag, það eru Júrótilboð út um allt og það er bara gaman að sjá hvað allir eru að taka þátt í þessari gleði og fyrir Daða líka líklegast því það er ekki erfitt að ímynda sér hvað þetta allt er svekkjandi fyrir hann.

Það verður því fróðlegt í kvöld að sjá hvernig, hvaðan og í hvaða formi Will Ferrell birtist Eurovision aðdáendum hjá RÚV í kvöld og eins hvað ríkisstjórnin og forsetahjónin ætli sér að gera, en það var eftirminnilegt þegar ríkisstjórnarmeðlimir komu fram á í Söngvakeppninni fyrr á þessu ári.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!
Fókus
Í gær

Ragnhildur segir að við viljum ekki vera þessi týpa

Ragnhildur segir að við viljum ekki vera þessi týpa
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Fyrir 3 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn