fbpx
Föstudagur 05.júní 2020
Fókus

Fyrsti mæðradagurinn eftir skilnað reyndist Siggu Dögg erfiður

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 11. maí 2020 15:28

Sigga Dögg. DV/Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigga Dögg kynfræðingur upplifði erfiðasta mæðradag sem hún hefur átt síðan hún varð móðir. Hún er nýlega skilin og segir að það sé „djöfullegt að velja það að vera móðir í hlutastarfi.“

Sigga Dögg opnaði sig um erfiðleikana í einlægri færslu á Instagram sem hún gaf DV góðfúslegt leyfi að birta.

„Ég grét allan tímann meðan ég skrifaði færsluna. Ég grét allan tímann meðan ég las hverja athugasemd við færsluna. Ég ætlaði bara ekki að hætta að gráta og það er svo ólíkt mér. Ég áttaði mig á því hvað þetta er margslungin sorg, að skilja,“ segir Sigga Dögg í samtali við DV.

Mamma í hlutastarfi

„Það verður einhver sundrung í sálinni að vera mamma aðra vikuna og ein hina vikuna. Ég skil að það sé engin önnur leið en þetta er tætandi og slítandi og tærandi. Eins og ég held að flestum mæðrum líði, þá er maður aldrei nógu góð […] Þjökuð af samviskubiti yfir að vera tryllingur sem gat ekki verið glöð og haldið fjölskyldu saman. Mæður velja ekki sig fram yfir fjölskylduna, þær velja það sem er best fyrir börnin. Og börnin vilja vera fjölskylda. Allir saman, engar breytingar, ekkert vesen. En ég er vesen,“ segir Sigga Dögg.

Mæðradagurinn var í gær. Börn Siggu Daggar vöktu hana með morgunmat í rúmið.

„Svo komu þau öll upp í og við kúrðum og spjölluðum. Mest langaði mig að segja þúsund sinnum fyrirgefðu en í staðinn sagði ég bara takk og gróf hausinn undir koddanum. Þau eiga ekki að þurfa vera sterk fyrir mig en staðan virðist samt vera þannig. Litli gaurinn minn tók upp símann þegar krakkarnir voru farnir en hann var enn í langþráðu kúri, og sagði: „Mamma, ertu að gráta? Mig langar að taka mynd af þér.“ Svo, já. Mæðradagurinn er allskonar, erfiður og fallegur, skemmtilegur og særandi, rétt eins og mæður eru.“

Þú getur lesið alla færsluna í heild sinni hér.

Gott að finna samstöðuna

Færsla Siggu Daggar hefur vakið mikla athygli. Það er greinilegt að Sigga Dögg er ekki ein, yfir hundrað manns hafa skrifað við færsluna. Hún hefur einnig fengið fjölda skilaboða frá fólki sem vildi segja henni sína sögu og hughreysta hana.

„Maður á aldrei að þurfa að burðast með eitthvað einn. Ef mín upplifun eða vanlíðan getur létt undan einhverjum öðrum þá er ég alltaf tilbúin að hleypa að mér, því það er svo gott að finna að maður sé ekki einn,“ segir Sigga Dögg.

„Þetta alveg læddist upp að mér. Ég bjóst ekki við að mæðradagurinn yrði erfiður og var ekkert sérstaklega að pæla í þessum degi. En svo kom hann og börnin mín voru eitthvað svo miklar dúllur, vildu gera daginn fullkominn fyrir mig og ég bara sá hvað þau vildu svo mikið sýna mér ást og gleði og allt þetta. Það braut einhverja taug. Ég grét allan tímann meðan ég skrifaði þetta. Ég grét allan tímann meðan ég las hverja athugasemd við færsluna. Ég ætlaði bara ekki að hætta og þetta er svo ólíkt mér. Ég áttaði mig á því hvað þetta er margslungin sorg, að skilja.“

Sigga Dögg skrifaði skáldsögu til að hjálpa sér að komast í gegnum þetta.

„Þegar ég áttaði mig á því að það stefndi í skilnað var eina leiðin fyrir mig til að komast í gegnum þetta, barnanna vegna, að skrifa heila skáldsögu út frá sjónarhóli barns þegar foreldrar þess skilja. Af því ég varð að búa til heim þar sem að börn urðu í lagi. Alveg sama þó aðrir væru að skilja í kringum mig eða sögðu mér hughreystandi sögur, þá er svo allt annað að fara í gegnum þetta ferli sjálfur,“ segir Sigga Dögg.

View this post on Instagram

Mæðradagurinn… fokk. Þetta er erfiðasti mæðradagurinn sem ég hef átt frá því að ég varð móðir. Það er djöfulegt að velja það – já velja- að vera móðir í hlutastarfi. Það verður einhver sundrung í sálinni að vera mamma aðra vikuna og ein hina vikuna. Ég skil að það sé engin önnur leið en þetta er tætandi og slítandi og tærandi. Eins og ég held að flestum mæðrum líði, þá er maður aldrei nógu góð. Aldrei akkúrat það sem þau þurfa og þeim vantar. Þannig líður mér. Þjökuð af samviskubiti yfir að vera tryllingur sem gat ekki verið glöð og haldið fjölskyldu saman. Mæður velja ekki sig framyfir fjölskylduna, þær velja það sem er best fyrir börnin. Og börnin vilja vera fjölskylda. Allir saman, engar breytingar, ekkert vesen. En ég er vesen. Svo hvar skilur það mig? Hvað er ég þá? Hver er ég þá? En ég veit í hjarta mínu að þau fá á endanum glaðari og sterkari mömmu en munu þau upplifa það þannig? Og ég veit að þetta er ekki lógík en hjartað er heldur ekki lógík. Það er bara blæðandi sár sem öskrar allskonar hluti. Ég ýti þeim frá mér svo þau verði ekki háð mér svo aðskilnaðurinn verðu þeim ekki erfiðari en hann þarf að vera, en svo held ég þeim svo þétt upp að mér að ég ætla að kæfa þau. „Mamma, komdu heim, hvenær kemurðu heim?“ Og ég hef engin svör önnur en þau ég kem þegar ég kem og fer þegar ég fer. Krakkarnir vöktu mig í morgun með morgunmat í rúmið. Þau völdu allt sem ég elska (hnetusmjörs m&m, kanilkex, hrökkbrauð með smjöri) og helltu uppá (mundu meira að segja eftir mjólkinni!) Og kveiktu á kerti. Svo komu þau öll uppí og við kúrðum og spjölluðum. Mest langaði mig að segja þúsund sinnum fyrirgefðu en í staðinn sagði ég bara takk og gróf hausnum í koddann. Þau eiga ekki að þurfa vera sterk fyrir mig en staðan virðist samt vera þannig. Litli gaurinn minn tók símann þegar krakkarnir voru farnir en hann var enn í langþráðu kúri „mamma, ertu að gráta? Mig langar að taka mynd af þér“ Svo já. Mæðradagurinn er allskonar, erfiður og fallegur, skemmtilegur og særandi, rétt eins og mæður eru.

A post shared by Sigga Dögg (@sigga_dogg_sexologist) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Biggi lögga í nýju hlutverki – „Hér er loksins komin alvöru stjörnuspá“

Biggi lögga í nýju hlutverki – „Hér er loksins komin alvöru stjörnuspá“
Fókus
Fyrir 3 dögum

5 veitingastaðir sem Svala mælir með

5 veitingastaðir sem Svala mælir með
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellen tók sumarbústaðinn í gegn á 39 dögum

Ellen tók sumarbústaðinn í gegn á 39 dögum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eitt efnilegasta listafólk landsins á lausu – Högni og Snæfríður hætt saman

Eitt efnilegasta listafólk landsins á lausu – Högni og Snæfríður hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Eliza Reid: Ef mér er ekki boðið þá mæti ég auðvitað ekki.

Eliza Reid: Ef mér er ekki boðið þá mæti ég auðvitað ekki.
Fókus
Fyrir 1 viku

Tímavélin: Íslenskar útihátíðir sem heyra sögunni til

Tímavélin: Íslenskar útihátíðir sem heyra sögunni til