fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fókus

Tímavélin – Konur eru til bölvunar í umferðinni

Fókus
Föstudaginn 28. febrúar 2020 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hér er allt morandi af konum í umferðinni. Og þær eru alls staðar til bölvunar,“ skrifaði ónefndur maður í bréfi sem var birt í DV árið 1985. Maðurinn var ekki hlynntur því að sjá konur undir stjórn ökutækis og viðraði skoðanir sínar með landsmönnum. Þetta er vægast sagt harðort bréf frá rosalegri karlrembu.

„Vitið þið hvers vegna umferðin er svo stirð og treg og vond í Reykjavík? Það veit ég og mér finnst ekki nema sanngjarnt að aðrir fái að vita það einnig. Ég uppgötvaði svarið í Lundúnum suður fyrir skemmstu,“ segir maðurinn.

„Fyrstu dagana var ég alveg agndofa – umferðin gekk svo greiðlega, sama hvað þétt hún var og aðstæður erfiðar. Ég saup hveljur af hrifningu yfir leikni ökuþóranna bresku, hve lipurlega þeir smugu inn í eyður, nýttu sér svigrúm, hjálpuðu öðrum, slógu ekki af hraðanum að tilefnislausu. Á fjórða degi rann upp fyrir mér logagyllt ljós: það var undantekning að kona sæist undir stýri!

Þegar ég kom aftur heim og fór að aka um götur borgarinnar, steytandi hnefann á hverju horni, sótbölvandi og hálfsnöktandi af bræði vegna seinlætis og klaufaskapar allt í kringum mig, þá sá ég samanburðinn: hér er allt morandi af konum í umferðinni. Og þær eru alls staðar til bölvunar. Þær lötrast áfram eftir götunum þótt enginn sé fyrir framan þær en fyrir aftan þær hlykkjast langar bílalestir með sárgrömum bílstjóum, gnístandi tönnum af óþolinmæði. Þær koma að gatnamótum, nema staðar þótt enginn bíll sé í augsýn, góna til allra átta og himinsins líka og bíða þess að eitthvað gerist. Þær rykkja loksins af stað en sjá sig um hönd og klossbremsa af engu sýnilegu tilefni með þeim afleiðingum að næsti bíll rekst aftan á þær. Auðvitað eru þær dæmdar í rétti, þótt allir viti að þær séu valdar að sysinu.“

Hann endaði skrif sín með því að beina orðum sínum beint til kvenna:

„Kæra fósturlandsins Freyja: Hættu að rembast við að keyra úr því að þú getur það ekki. Taktu leigubíl eða strætó eða fáðu þér hressandi göngutúr en láttu okkur karlana um að keyra. Þá verður umferðin betri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Í gær

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Dúóið sem þú bjóst ekki við að sjá saman“

Vikan á Instagram – „Dúóið sem þú bjóst ekki við að sjá saman“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ósk: „Ég var komin á þann stað að vera ein heima með belju og drakk þar til hún kláraðist“

Steinunn Ósk: „Ég var komin á þann stað að vera ein heima með belju og drakk þar til hún kláraðist“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt