fbpx
Miðvikudagur 04.október 2023
Fókus

Tímavélin: Íslendingurinn sem festi á sig hluti með hugarorkunni

Auður Ösp
Sunnudaginn 2. febrúar 2020 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er bara einhver einbeiting sem ég get ekki gert mér grein fyrir,“ sagði Njáll Torfason aflraunamaður í viðtali á Stöð 2 árið 1993. Það hafði þá vakið mikla athygli og eftirtekt þegar í ljós kom að Njáll var fær um festa á sig ýmsa hluti úr járni, postulíni og plasti, að því virtist með hugarorkunni einni saman.

Njáll var á þessum tíma orðinn þekktur aflraunamaður og hafði nokkrum mánuðum áður sett tvö heimsmet. Hann hafði annars vegar tætt í sundur tíu símaskrár á 1,16 mínútum og hins vegar hafði hann gengið á grófum glerbrotum, sem voru brotin á staðnum og því gjörsamlega óslípuð.

Frétt Morgunblaðsins frá því í júlí 1993. Ljósmynd/Tímarit.is

Það sem kom Njáli á sporið var lítil frétt í Morgunblaðinu þar sem greint var frá  Rússa sem var fær um að festa við líkamann alls kyns járnhluti.

Í júlí 1993 mætti Njáll á ritstjórn Morgunblaðsins til að sýna þessa ótrúlegu hæfni. „Þegar ég las um manninn í Morgunblaðinu langaði mig til að vita hvort þetta væri hægt, því ég hélt eins og þú að þetta væri með lími eða einhverju. Ég uppgötvaði að þetta var ekkert mál fyrir mig,“ sagði Njáll meðal annars í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Sagðist hann hafa þreifað sig áfram með hluti eins undirskálar, kveikjara og litla barnabók, en hlutir úr áli hentust þó frá.

„Á meðan Njáll var að ná ró og einbeitingu var gengið úr skugga um að áhöldin væru ekki smurð með neinu sem gæti fest þau við líkamann. Sömuleiðis eftir sýninguna voru áhöldin skoðuð eftir og það fór ekki á milli mála að þau voru hrein.

Fyrst þegar Njáll reyndi að festa við sig hlutina féllu þeir svo til strax af líkamanum, en smám saman eftir því sem hann varð rólegri og gat náð meiri einbeitingu fóru hlutirnir að festast. Og þar kom að straujárn, postulínsdiskur, skeið og gafflar sátu fastir á líkamanum.

Eitt sinn missti hann skeiðina og eðlileg viðbrögð voru að kippast við, en samt sat straujárnið og diskurinn föst. Þegar sýningunni var lokið bað blaðamaður um að fá að taka annan gafallinn af og var ekki að finna að neitt væri á honum sem hugsanlega gæti fest hann við ennið. Tilfinningin var heldur ekki eins og um segulmagn væri að ræða,“ skrifaði blaðamaður Morgunblaðsins.

Sjálfur sagði Njáll að þetta væri ekki segulorka því segull heldur postulíni ekki föstu. „Ég veit ekki hvað þetta er, en ég hef alla tíð verið umvafin sérstakri orku,“ sagði hann meðal annars í samtali við blaðamanninn og bætti jafnframt við að hann hefði verið skyggn frá barnsaldri. Það hefði háð honum alla tíð.

Hugsunin hefur hreyfiafl

Þetta sama ár birtist innslag í sjónvarpsþætti Stöðvar 2 þar sem Jón Ársæll og tökulið fylgdu Njáli eftir í einn dag þegar hópur fræðimanna við Háskóla Íslands gerði á honum tilraunir. Vísindamenn á rannsóknarstofu í lífeðlisfræði, fylgdust með Njáli gera kúnstir „sem fá hárin til að rísa á höfði manns“ eins og Jón Ársæll orðaði það. Þá voru viðstaddir kennarar í sálarfræði.

„Njáll hóf að gera þessar einstæðu tilraunir eftir að hafa lesið um rússneskan kraftaverkamann sem gat látið ýmisskonar búsáhöld festast við líkama sinn. Það kom fljótlega í ljós að Njáll var enginn eftirbátur Rússans og reyndar bætti hann um betur. Njáll getur „haldið á“ ýmsum munum sem ekki eru úr járni, svosem leirdiskum og plasthlutum og meira að segja straujárni, sem Rússinn getur ekki. Í dag sýndi hann ýmsum vísindamönnum háskólans ótrúlega getu sína á þessu sviði,“ sagði Jón Ársæll við sjónvarpsáhorfendur.

Úr sjónvarpsþætti Stöðvar 2, þar sem fylgst var með Njáli. Ljósmynd/Youtube.

Þá var rætt við Guðmund Einarsson verkfræðing og leitað svara við hvaða kraftar þetta væru sem Njáll byggi yfir og brytu í bága við lögmál Newton um aðdráttaraflið.

„Þetta er eitthvað fyrirbrigði sem ég myndi telja að væri tengt hugsuninni, „psychogenesis“, hún hefur hreyfiafl,“ sagði Guðmundur meðal annars. „Indverjar segja að heimurinn sé hugsun Guðs. Eins og þegar þú getur brotið glas með hugsun þá er talið að þú setjir hugaröldur í gang, þannig að þær verða harmonískar við eðlistíðni efnisins sjálfs. Þegar þú hittir akkúrat á það, splundrast glerið. Þetta hefur verið gert undir eftirliti.“

Ljósmynd/Youtube

Þá sagði Þór Eysteinsson taugalífeðlisfræðingur að þetta væru „hlutir sem hann hefði ekki séð áður.“ Hann hefði að vísu ekki gert mikið annað þennan dag en að fylgjast með Njáli leika listir sínar, og því hefði hann ekki rannsakað það sem fram fór. Hann sagðist því lítið geta sagt til um hvað væri þarna að baki. „En þetta er athyglisvert.“

Sjálfur sagðist Njáll „alltaf hafa fundið fyrir þessum krafti“ en aldrei dottið í hug að láta reyna á þennan kraft, ekki fyrr en hann sá mynd af fyrrnefndum Rússa. „Þegar ég prufaði þetta, þú hefðir átt að sjá til mín, ég hló svo mikið. Ég var svo hissa sjálfur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

J.Lo og Ben Affleck virtust rífast eftir að hann sást í faðmlögum með fyrrverandi

J.Lo og Ben Affleck virtust rífast eftir að hann sást í faðmlögum með fyrrverandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Klikkaðslega ástfangin“

Vikan á Instagram – „Klikkaðslega ástfangin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Britney brjáluð út af afskiptum lögreglu af hnífadansinum – „Nú er nóg komið“

Britney brjáluð út af afskiptum lögreglu af hnífadansinum – „Nú er nóg komið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manstu eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 12 árum seinna

Manstu eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 12 árum seinna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hliðarspor fór úr böndunum – „Hún er kröfuhörð og óútreiknanleg“

Hliðarspor fór úr böndunum – „Hún er kröfuhörð og óútreiknanleg“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Grunaður morðingi Tupac Shakur handtekinn 27 árum eftir ódæðið

Grunaður morðingi Tupac Shakur handtekinn 27 árum eftir ódæðið