Spákonan, flotþerapistinn og fjöllistakonan Ellý Ármannsdóttir hefur síðustu misseri vakið athygli fyrir teikningar sínar og málverk af nöktum kvenlíkamanum. Sumar myndir hafa verið ansi djarfar, sem á þó ekki við um nýjasta verkefni hennar. Hún fékk það verkefni að teikna mynd fyrir umbúðir á nýju poppi, svokölluðu próteinpoppi, sem kemur úr smiðju crossfit-stjörnunnar Söru Sigmundsdóttur. Ellý ákvað að teikna mynd af Söru sjálfri en þó ekki nakinni eins og Ellý sérhæfir sig í.