fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Hann er kallaður „maðurinn án andlits“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 28. desember 2020 14:05

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður fæddist með sjaldgæfan sjúkdóm sem veldur því að hann er með stór og mikil æxli í andlitinu, svo mikil að hann virðist ekki vera með andlit.

Latif Khatana, frá Jammu í Indlandi, fæddist með neurofibromatosis 2 (NF2). Það er meðfæddur sjúkdómur sem ágerist með aldrinum. Latif kemur fram í nýju myndbandi frá netmiðlinum Truly.

Latif er með æxli víðs vegar um líkamann, en stærstu æxlin eru í andliti hans. Stærð æxlanna hefur valdið því að Latif hefur misst sjónina í öðru auganu og á erfitt með að sjá með hinu.

Uppvaxtarárin reyndust Latif ekki auðveld og þarf hann enn í dag að þola ljótar athugasemdir og augngotur frá ókunnugum. Latif segir frá því að eitt sinn hafi hermenn beint byssum að honum þar sem þeir töldu hann vera skepnu. Latif þurfti að grátbiðja mennina um að skjóta ekki og sagðist vera mennskur.

Latif sér aðeins úr öðru auganu. Skjáskot/YouTube

Í dag er Latif hamingjusamlega giftur faðir. Eiginkona hans, Salima, fæddist án hægri fótar og tengdust þau vegna fötlunar sinnar.

NF2 orsakast af stökkbreytingu í geni, Sjúkdómurinn erfist ríkjandi sem þýðir að það er nóg að fá stökkbreytinguna frá öðru foreldrinu til að fá sjúkdóminn. Latif á tvær dætur og er feginn að hingað til hafa hvorugar dæturnar sýnt merki um að vera með sjúkdóminn, hann vonar að það haldi þannig áfram.

Latif segir að það sem hann óskar sér fyrir dætur sínar er að þær séu heilbrigðar og fái menntun.

Horfðu á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“