fbpx
Laugardagur 16.janúar 2021
Fókus

Hann er kallaður „maðurinn án andlits“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 28. desember 2020 14:05

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður fæddist með sjaldgæfan sjúkdóm sem veldur því að hann er með stór og mikil æxli í andlitinu, svo mikil að hann virðist ekki vera með andlit.

Latif Khatana, frá Jammu í Indlandi, fæddist með neurofibromatosis 2 (NF2). Það er meðfæddur sjúkdómur sem ágerist með aldrinum. Latif kemur fram í nýju myndbandi frá netmiðlinum Truly.

Latif er með æxli víðs vegar um líkamann, en stærstu æxlin eru í andliti hans. Stærð æxlanna hefur valdið því að Latif hefur misst sjónina í öðru auganu og á erfitt með að sjá með hinu.

Uppvaxtarárin reyndust Latif ekki auðveld og þarf hann enn í dag að þola ljótar athugasemdir og augngotur frá ókunnugum. Latif segir frá því að eitt sinn hafi hermenn beint byssum að honum þar sem þeir töldu hann vera skepnu. Latif þurfti að grátbiðja mennina um að skjóta ekki og sagðist vera mennskur.

Latif sér aðeins úr öðru auganu. Skjáskot/YouTube

Í dag er Latif hamingjusamlega giftur faðir. Eiginkona hans, Salima, fæddist án hægri fótar og tengdust þau vegna fötlunar sinnar.

NF2 orsakast af stökkbreytingu í geni, Sjúkdómurinn erfist ríkjandi sem þýðir að það er nóg að fá stökkbreytinguna frá öðru foreldrinu til að fá sjúkdóminn. Latif á tvær dætur og er feginn að hingað til hafa hvorugar dæturnar sýnt merki um að vera með sjúkdóminn, hann vonar að það haldi þannig áfram.

Latif segir að það sem hann óskar sér fyrir dætur sínar er að þær séu heilbrigðar og fái menntun.

Horfðu á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég neita að fela andlit mitt“

„Ég neita að fela andlit mitt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekki er allt sem sýnist – Kjóll með „ógnvekjandi“ tálsýn

Ekki er allt sem sýnist – Kjóll með „ógnvekjandi“ tálsýn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hrafnhildur rifjar upp einstakt góðverk Magnúsar Scheving – „Brosið fór ekki af litlu andlitunum þeirra“

Hrafnhildur rifjar upp einstakt góðverk Magnúsar Scheving – „Brosið fór ekki af litlu andlitunum þeirra“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjóðverji hrærður eftir Íslandsferð – „Stórkostlegt að sjá svona marga hjálpa einhverjum sem þeir þekkja ekki“

Þjóðverji hrærður eftir Íslandsferð – „Stórkostlegt að sjá svona marga hjálpa einhverjum sem þeir þekkja ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Augnablikið þegar hann fattaði eftir 17 ár að sonur hans væri ekki kínverskur

Augnablikið þegar hann fattaði eftir 17 ár að sonur hans væri ekki kínverskur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elva fékk þráhyggju fyrir Britney – Er hún fangi föður síns eða veikari en við höldum?

Elva fékk þráhyggju fyrir Britney – Er hún fangi föður síns eða veikari en við höldum?