fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fókus

Guðmundur Felix – Fékk hamborgarhrygg og jólaöl til Frakklands

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 24. desember 2020 16:30

Sylwia og Guðmundur Felix um síðustu jól. Hann sagði þá í samtali við DV að hann óskaði þess að fá handleggina í jólagjöf. Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Felix Grétarsson er þakklátur fyrir að hafa fengið hamborgarhrygg og jólaöl til Frakklands. Þar hefur hann búið frá árinu 2013 og bíður eftir að fá ágrædda handleggi. Hann lætur engan bilbug á sér finna og fagnar hátíðinni með eiginkonunni Sylwia Nowakowska og hundunum þeirra tveimur.

Hvernig verður aðfangadagskvöld hjá þér?

Aðfangadagskvöld verður með nokkuð hefðbundnu sniði hjá mér í ár. Ég verð heima hjá mér ásamt konunni minni og hundunum. Við fáum svo eina vinkonu okkar og son hennar í mat til okkar.

Hvað borðar þú í kvöld?

Mér tókst, þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður, að fá hamborgarhrygg hingað út og kippu af jólaöli. Sem betur fer er ég sá eini í hópnum sem kann að meta jólaölið og get því sluprað  því öllu í mig einn.

Verður þetta ólíkt fyrri aðfangadagskvöldum?

Þetta aðfangadagskvöld er ósköp svipað þeim sem ég hef átt síðan ég flutti hingað út fyrir utan að við eru ívið færri í ár. Í fyrra var ég með eldri dóttur mína, Rebekku, og sú yngri heimsótti okkur ásamt barnabarninu í desember það ár. Ég verð, eins og svo margir aðrir, að hitta þær á Skype að þessu sinni.

Hvað langar þig mest að fá í jólagjöf?

Þegar ég er spurður um óskajólagjöfina kemur alltaf fyrst í huga blessaðir handleggirnir sem ég er alltaf að bíða eftir en þar sem ég óska engum að missa ástvin á þessum tíma þá er ég mest ánægður með jólamatinn sem Diljá dóttir mín og unnusti hennar gáfu mér.

Settleg fjölskylda. Mynd/aðsend
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Matthías Páll selur Kópavogskastalann

Matthías Páll selur Kópavogskastalann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konunglegur lausaleikskrógi afhjúpaður – „Ég er líffræðilegur faðir Clements“

Konunglegur lausaleikskrógi afhjúpaður – „Ég er líffræðilegur faðir Clements“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“