fbpx
Laugardagur 16.janúar 2021
Fókus

Sjáðu myndina: Hélt hún þyrfti á klósettið en raunin var önnur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 22. desember 2020 13:30

Billie Ward hélt hún þyrfti að fara á klósettið, en svo var ekki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Billie Ward hélt hún þyrfti að fara alveg svakalega á klósettið og hafði ekki hugmynd um að hún væri að fara að fæða. Hún var vægast sagt hissa þegar hún áttaði sig á að hún væri ekki að kúka, heldur fæða barn. Fabulous Digital greinir frá.

Eftir að hafa verið á klósettinu í um klukkutíma, kvalin af verkjum, ákvað hún að hringja í neyðarlínuna. Hún lýsti verkjunum og sagði starfsmaður neyðarlínunnar að hún væri örugglega að fæða. Billie vissi að hún væri ólétt en það var rúmlega mánuður í settan dag.

Stuttu eftir að bráðaliðar mættu fæddi Billie stúlkubarn. Móðir hennar og eiginmaður voru bæði viðstödd.

Billie deilir mynd þar sem má sjá hana inni á klósetti, nýbúna að fæða. Hún deilir sögu sinni í von um að hvetja óléttar konur til að leita sér læknishjálpar fyrr heldur en seinna, nema þær vilji fæða heima.

Sælusvipur á nýbakaðari móður.

„Mamma tók svo margar myndir. Það eru nokkrar þar sem ég er að hugsa: Guð minn góður, hvað er í gangi? Þetta er ekki kúkur, þetta er barn,“ segir Billie og bætir við að þau hafi farið í gegnum lygilegan fjölda handklæða við fæðinguna.

Upplifunin reyndist mjög jákvæð fyrir Billie og ætlar hún að fæða næsta barn heima einnig.

Stúlkan fæddist heilbrigð og verður eins árs í næsta mánuði. Þú getur lesið nánar um fæðinguna og ferlið í viðtali Fabulous Digital.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég neita að fela andlit mitt“

„Ég neita að fela andlit mitt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekki er allt sem sýnist – Kjóll með „ógnvekjandi“ tálsýn

Ekki er allt sem sýnist – Kjóll með „ógnvekjandi“ tálsýn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur rifjar upp einstakt góðverk Magnúsar Scheving – „Brosið fór ekki af litlu andlitunum þeirra“

Hrafnhildur rifjar upp einstakt góðverk Magnúsar Scheving – „Brosið fór ekki af litlu andlitunum þeirra“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjóðverji hrærður eftir Íslandsferð – „Stórkostlegt að sjá svona marga hjálpa einhverjum sem þeir þekkja ekki“

Þjóðverji hrærður eftir Íslandsferð – „Stórkostlegt að sjá svona marga hjálpa einhverjum sem þeir þekkja ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Augnablikið þegar hann fattaði eftir 17 ár að sonur hans væri ekki kínverskur

Augnablikið þegar hann fattaði eftir 17 ár að sonur hans væri ekki kínverskur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elva fékk þráhyggju fyrir Britney – Er hún fangi föður síns eða veikari en við höldum?

Elva fékk þráhyggju fyrir Britney – Er hún fangi föður síns eða veikari en við höldum?