fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fókus

Þórunn Antonía frétti að mynd af henni hefði „sjokkerað“ vinkonur vinkvenna sinna – Þá deildi hún þessu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 14. desember 2020 08:30

Þórunn Antonía. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan og skemmtikrafturinn Þórunn Antonía Magnúsdóttir lætur hneykslun annarra ekki dempa gleði sína.

Þórunn Antonía nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum og er með tæplega 14 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún er dugleg að deila ýmis konar myndum úr lífi sínu. Fyrir viku síðan deildi hún mynd af sér vera að skreyta jólatré í rauðri blúndu samfellu.

Með myndinni skrifaði hún: „Ég las í fréttunum að það væri skortur á heitu vatni á Höfuðborgarsvæðinu. Það er allavegana sjóðandi hér í Vesturbænum.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by thorunnantonia (@thorunnantonia)

Myndin virðist hafa farið fyrir brjóstið á einhverjum. Í gær birti Þórunn Antonía fleiri myndir úr sömu myndatöku og sagðist hafa frétt að myndin hér að ofan hafi „aldeilis sjokkerað vinkonur vinkvenna minna.“

„Mér finnst það mjög fyndið, þannig hér eru fleiri,“ segir hún.

„Ég mun aldrei láta hneykslun annarra dempa minn húmor, mína gleði, minn kynþokka eða mína greind. Kona má vera sexy, kona má líka vera klár, ljóðskáld, djúp, fyndin, ömurleg að elda, samt góð mamma, blíð, töff, alklædd, allsber, mjó, feit, lítil, stór og bara alls konar. Swipe fyrir fleiri gjafir.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by thorunnantonia (@thorunnantonia)

Það er óhætt að segja að færslan hafi slegið í gegn hjá fylgjendum Þórunnar. Yfir 1300 manns hafa líkað við hana þegar greinin er skrifuð, en Þórunn birti hana fyrir hálfum sólarhring síðan.

„Dýrka þig og you go girl,“ skrifar meðal annars söngkonan Svala Björgvins við myndina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala