fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Fókus

Ekki í fyrsta skipti sem J.Lo hermir eftir Beyoncé – og öfugt

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jennifer Lopez var sökuð um að stela stílnum af Beyoncé fyrir tónlistaratriði sitt á Americans Music Awards á sunnudagskvöldið.

Klæðnaður J.Lo minnir óneitanlega á klæðnað Beyoncé í tónlistaratriði hennar á Grammy-verðlaunahátíðinni árið 2014. Mörgum þótti hár og atriðið í heild sinni, þá sérstaklega dansinn, líkjast atriði Beyoncé frá 2014. J.Lo notaði, líkt og Beyoncé, stól í sínu atriði.

https://www.youtube.com/watch?v=KFWN1I1mXS0

Það getur að sjálfsögðu verið hreinlega um tilviljun að ræða. Samkvæmt DailyMail var atriði J.Lo innblásið af söngleiknum Chicago.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem J.Lo virðist fá innblástur frá Beyoncé, og öfugt. The Sun greinir frá.

Pallíettukjóll.

Árið 2005 klæddist Beyoncé rauðum pallíettukjól á tónleikum, Jennifer Lopez klæddist svipuðum kjól sjö árum síðar.

Í svipuðu pilsi.

Hér var Jennifer Lopez á undan. J.Lo klæddist pilsinu árið 1999 á Billboard Music Awards. Beyoncé klæddist svipuðu pilsi á tónleikum í Flórída árið 2004.

Thierry Mugler kjóll.

Enn og aftur var J.Lo hér innblásturinn og er þetta ekki aðeins svipaður kjóll, heldur nákvæmlega sami kjóllinn frá franska hönnuðinum Thierry Mugler.

J.Lo klæddist honum á Cannes kvikmyndahátíðina árið 1998. Beyoncé var í honum í tónlistarmyndbandi tíu árum seinna.

Sami loðfeldur.

Þær stöllurnar hafa greinilega svipaðan smekk og eiga sama loðfeldinn. J.Lo sást í honum árið 2003 og Beyoncé þremur árum seinna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skólastjórinn: Galsafengin þroskasaga fyrir börn og alla sem muna eftir barninu sem þeir voru

Skólastjórinn: Galsafengin þroskasaga fyrir börn og alla sem muna eftir barninu sem þeir voru
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástæðurnar fyrir því að Íslendingar eignast ekki börn – „Mér finnst börn bara vera alveg drepleiðinleg“

Ástæðurnar fyrir því að Íslendingar eignast ekki börn – „Mér finnst börn bara vera alveg drepleiðinleg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Victoria Beckham opnar sig um framhjáhald eiginmannsins

Victoria Beckham opnar sig um framhjáhald eiginmannsins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Demi Moore neglir útlitið sem kona ársins

Demi Moore neglir útlitið sem kona ársins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025
Fókus
Fyrir 4 dögum

OnlyFans-stjarna giftist YouTube-áhrifavaldi og það endaði með ósköpum

OnlyFans-stjarna giftist YouTube-áhrifavaldi og það endaði með ósköpum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hrædd um að kærastinn hætti með henni þegar hann kemst að leyndarmálinu

Hrædd um að kærastinn hætti með henni þegar hann kemst að leyndarmálinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?