fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fókus

Þróuðu app til að einfalda og auka öryggi við lyfjakaup

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 23. nóvember 2020 13:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugbúnaðarfyrirtækin Vettvangur og Stokkur hafa í sameiningu þróað nýtt og byltingarkennt app í samstarfi við Lyfju sem einfaldar og eykur öryggi við kaup á lyfjum. Appið er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Markmið appsins er að auðvelda kaup á lyfjum á sem öruggastan máta.

,,Með appinu geta viðskiptavinir séð hvaða lyfseðla þeir eiga í gáttinni. Þeir geta pantað lyf og sótt pöntun í næsta apótek Lyfju í gegnum flýtiafgreiðslu sem tryggir hraðari afhendingu. Hægt er að fá lyfin send heim samdægurs í stærstu sveitarfélögum landsins. Viðskiptavinir geta séð verð á lyfjum og stöðuna í greiðsluþrepakerfi Sjúkratrygginga Íslands auk að fá ráðgjöf í netspjalli,“ segir Elmar Gunnarsson, einn eigenda og stofnandi Vettvangs, en fyrirtækið hefur sérhæft sig í þróun og rekstri á stafrænum lausnum. Stokkur starfar við hönnun og þróun á öppum.

,,Það var áhugaverð áskorun að þróa þessa lausn, en hún snertir í raun á öllum innviðum Lyfju en fyrirtækið er í þessari stafrænu umbreytingaherferð eins og svo margir viðskiptavinir okkar. Það er mikil breyting að eiga sér stað í viðskiptum og þjónustu og stafrænar lausnir spila lykilhluutverk þar. Vettvangur og Stokkur hafa unnið saman seinustu ár m.a. við þróun lausna fyrir Dominos sem hafa gengið mjög vel og eru raunar orðnar landsfrægar,“ segir Elmar.

Hann bætir við að Lyfja sjái sjálf um heimsendinguna og telur það bestu lausnina því þá hafi fyrirtækið sjálft stjórn á eigin þjónustuupplifun til viðskiptavina. ,,Það er ekki nóg að koma bara flottustu lausnirnar því þarf að fylgja þessu eftir alla leið heim að dyrum viðskiptavina. Heildarupplifunin skiptir raunar öllu máli,“ segir Elmar.

Vettvangur hefur vaxið jafnt og þétt síðustu sjö ár frá stofnun. Alls starfa 15 manns hjá fyrirtækinu; hönnuðir, hugbúnaðarsérfræðingar og viðskiptaráðgjafar. Vettvangur var valið Fyrirtæki ársins hjá VR í flokki lítilla fyrirtækja í árlegri könnun VR sl. vor og var valið Fyrirmyndafyrirtæki ársins hjá VR á síðasta ári.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Allir eru að bíða eftir að Hafdís kynni til leiks nýjan kærasta – Gerði þetta í staðinn

Allir eru að bíða eftir að Hafdís kynni til leiks nýjan kærasta – Gerði þetta í staðinn
Fókus
Í gær

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Komst að fortíð kærustunnar og treystir henni ekki lengur

Komst að fortíð kærustunnar og treystir henni ekki lengur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða
Fókus
Fyrir 5 dögum

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart
Fókus
Fyrir 5 dögum

Allt annað að sjá Brad Pitt – Sjáðu myndina

Allt annað að sjá Brad Pitt – Sjáðu myndina