Laugardagur 27.febrúar 2021
Fókus

Dularfullur aðdáandi bauð raunveruleikastjörnu í ferðalag og hún þáði boðið – „Hver er þessi maður?“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 29. október 2020 22:00

Ferne McCann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjasta þætti raunveruleikaþáttarins First Time Mum fékk breska fyrirsætan og  raunveruleikastjarnan Ferne McCann óvenjulegt símtal frá leynilegum aðdáanda, sem kallaði sig Herra C. Þessi aðdáandi vissi vel að óðum styttist í 30 ára afmælisdag McCann og bauð henni því að fljúga með einkaþotu til Cannes í Frakklandi. Hún samþykkti boðið undir eins.

Í þættinum má sjá hana svara í símann og segja: „Halló Herra C, er í lagi með þig? Þetta væri æðislegt!“ Stuttu seinna tilkynnir hún vinkonu sinni að þær séu að fara með einkaþotu til Cannes.

„Herra C er að bjarga deginum, hver er þessi maður? Hvaðan kemur hann? Hoppaði hann út úr skáldsögu? Ég er mjög spennt.“

Þá mátti sjá brot úr sjálfri einkaþotunni, þar sem að Ferne sagðist tilbúin í að verða 30 ára, ef að það væri það sem tekur við.

„Þetta er svona klíptu mig-augnablik. Svona hlutir gerast ekki í alvörunni. Mér líður eins og að ég sé í Hollywood-mynd.“

Mikið hefur verið fjallað um sambandsslit Ferne McCann og Albie Gibbs, sem áttu sér stað fyrir skömmu. Eftir þau velti hún fyrir sér hvort hún myndi lifa skírlífi. Í þættinum grínaðist vinur hennar með að það myndi breytast vegna Herra C. Ferne var á öðru máli og sagði:

„Því lengur sem maður fær það ekki, því lengur þarf maður það ekki.“

Hér má sjá stiklu úr umræddum þætti First Time Mum, sem birtist á Instagram síðu Ferne McCann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segir 15 ára stúlku vera næsta sigurvegara American Idol

Segir 15 ára stúlku vera næsta sigurvegara American Idol
Fókus
Í gær

Kourtney Kardashian og fyrrverandi eiginkona kærastans fara í hart á Instagram

Kourtney Kardashian og fyrrverandi eiginkona kærastans fara í hart á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynlífssérfræðingur segir þessar stellingar valda konum mestum vonbrigðum

Kynlífssérfræðingur segir þessar stellingar valda konum mestum vonbrigðum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Friends aðdáandi vekur athygli á einu sem Jennifer Aniston gerir í hverjum þætti

Friends aðdáandi vekur athygli á einu sem Jennifer Aniston gerir í hverjum þætti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiður Smári og Ragnhildur setja einbýlishúsið á sölu fyrir 150 milljónir

Eiður Smári og Ragnhildur setja einbýlishúsið á sölu fyrir 150 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fasteignaauglýsing með myndum sem láta þér bregða – Óvæntir gestir

Fasteignaauglýsing með myndum sem láta þér bregða – Óvæntir gestir