fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

Sagði dóttur sinni að Peppa Pig væri fyrir utan – En í staðinn var svínshræ

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 28. október 2020 16:30

Myndir/The Sun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hrekkja þriggja ára gamla dóttur sína. Hún sagði henni að teiknimyndakarakterinn Peppa Pig væri fyrir utan heimili þeirra. Stúlkan er mikill aðdáandi gríslingsins og var mjög spennt að heyra fregnirnar. Hins vegar runnu fljótt á hana tvær grímur þegar hún sá hvað var í raun og veru fyrir utan heimili þeirra.

Chelsea-Lee Blackburn deildi myndum af hrekknum á Facebook. Dóttir hennar, Dollie-Leigh Dickson, elskar fátt jafn mikið og Peppu Pig og var ósátt við móður sína þegar hún sá svínshræ hangandi fyrir utan gluggann heima hjá þeim.

Dollie og Chelsea. Myndir/The Sun

Í samtali við The Sun segir Chelsea að hún hefur platað Dollie áður, en þetta sé í fyrsta skipti sem hún nær viðbrögðum hennar á filmu. Myndirnar hafa vakið mikla athygli og farið eins og eldur í sinu um netheima.

Dollie þótti móðir sín ekki fyndin.

„Þú sérð vonbrigðin framan í henni, hún bara horfði á mig alveg: Mamma þetta er ekki Peppa Pig. Svipurinn á henni var svo fyndinn, hún var svo reið út í mig,“ segir Chelsea.

„Hinum megin við götuna er slátrari og hann fær til sín svín í hverri viku. Dollie venjulega kíkir á þau og elskar að skoða þau. Fyrst þegar við fluttum hingað þá var ég ekki mjög hrifin af þessu, en með tímanum höfum við vanist þessu og þetta truflar ekki Dollie, bara ekki neitt.“

Mörgum þykir hrekkurinn fyndinn en fjöldi fólks hefur gagnrýnt móðurina fyrir að vera „illkvittin“ og segja hrekkinn vera „ógeðslegan“.

„Ég veit að sumir hafa ekki húmor fyrir þessu, ég bjóst ekki við að þetta myndi vekja svona mikla athygli,“ segir Chelsea.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gunnar Smári saknar fegurðar gamla miðbæjarins – „Ertu að grínast?“

Gunnar Smári saknar fegurðar gamla miðbæjarins – „Ertu að grínast?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk hugljómun þegar hún veiktist: „Að ég yrði að fara að gera eitthvað annað því ég myndi ekki lifa áfram svona“

Fékk hugljómun þegar hún veiktist: „Að ég yrði að fara að gera eitthvað annað því ég myndi ekki lifa áfram svona“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“