Læknirinn Erna Sigmundsdóttir og fyrrverandi fótboltamaðurinn Sverrir Garðarson selja heimili sitt í Vesturbænum.
Erna er á leið í sérnám í Svíþjóð og því er þessi fallega íbúð á sölu á fasteignavef Vísis.
Íbúðin er við Tómasarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún er afar falleg og björt með fjórum herbergjum og sérinngangi. Íbúðin skiptist í tvær stofur, eldhús, tvö herbergi, baðherbergi, hol og forstofu. Það fylgir einnig bílskúrréttur með íbúðinni.
Íbúðin er rétt undir 116 fermetrar og það eru settar 73,9 milljónir á eignina.
Sjáðu fleiri myndir af íbúðinni hér að neðan.