fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Móðir sakar prest um að veita barni áverka við skírn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 22. október 2020 09:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Prestur í grísku réttrúnaðarkirkjunni hefur verið sakaður um að veita barni áverka við skírn á laugardaginn síðastliðinn.

Greek Reporter greinir frá. Myndband, sem má sjá hér að neðan, sýnir prestinn halda utan um barnið og dýfa því með afli ofan í vatnið. Barnið er hágrátandi á meðan þessu stendur og fætur þess fara nokkrum sinnum utan í málmbrúnina.

Foreldrarnir kvörtuðu undan prestinum. „Presturinn lamdi barnið mitt, við vorum öll að öskra á hann og sögðum honum að fara varlega, en hann svaraði bara: „Ég ber ábyrgð á skírninni,“ sagði móðir barnsins, Ntina Shitta, í Facebook færslu um málið.

„Húð barnsins varð rauð og það var í áfalli! Presturinn eyðilagði fallega daginn okkar,“ sagði hún.

Í sjónvarpsviðtali á sunnudaginn baðst presturinn afsökunar en neitaði að hafa meitt barnið viljandi.

„Sannleikurinn er sá að á einum tímapunkti var ég næstum því búinn að missa barnið, það var svo sleipt, þið sjáið það á myndbandinu að ég set höndina undir mjöðm barnsins til að vernda það. Ég ætlaði ekki að meiða barnið,“ segir hann.

„Ég hef skírt mörg börn. Þegar ég áttaði mig á að barninu leið illa þá reyndi ég að klára athöfnina eins fljótlega og ég gat.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun