fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fókus

Táningurinn með lengstu leggi í heimi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 21. október 2020 12:00

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maci Currin er aðeins sautján ára gömul en er með lengstu leggi allra kvenna í heiminum samkvæmt Heimsmetabók Guinness.

Maci er rétt rúmlega 208 cm á hæð. Hún hefur alla tíð vitað að hún sé hávaxnari en flestir en datt aldrei í hug að hún gæti slegið heimsmet. Hún sló bæði heimsmet sem unglingurinn með lengstu leggina og kvenmaðurinn með lengstu leggina.

Bílar eru ekki hannaðir með mjög hávaxið fólk í huga.

„Ég var í alvöru í sjokki,“ segir Maci við People á föstudaginn.

Hún sagðist hafa sótt um viðurkenningu eftir heimsmeti hjá Heimsmetabók Guinness í djóki og það hafi komið henni verulega á óvart að hafa slegið tvö heimsmet.

Vinstri fótur hennar er 135 cm og hægri fótur hennar er aðeins styttri, 134 cm.

„Ég lít á það sem gjöf að vera hávaxin. Þú þarft að taka því opnum örmum og lifa lífinu, því þú ert ekki að fara að minnka,“ segir hún.

Maci hefur alla tíð verið mjög hávaxin.

Því miður hefur hún ekki alla tíð verið svona örugg, hún var lögð í einelti í grunnskóla og krakkar líktu henni við gíraffa.

„En núna er ég eins konar forstjóri gíraffa og ég hef snúið þessu við í eitthvað jákvætt. En þetta særði mig, sem betur fer átti ég stuðningsríka vini sem hjálpuðu mér í gegnum grunnskólann,“ segir hún.

TikTok

Maci heldur úti vinsælum TikTok-aðgang með tæplega tveimur milljón fylgjendum.

„Mig langar að vera innblástur fyrir aðrar hávaxnar stelpur, það er aðalatriðið,“ segir Maci.

Hana langar að reyna fyrir sér sem fyrirsæta og ætlar í viðskiptafræði í háskóla, í von um að geta opnað fatabúð fyrir mjög hávaxnar stelpur eins og hana.

@_maci.cCringey content✌🏻 ##OnlineSchool ##ProveWhatsPossible ##fyp♬ I Am TALL – Hannah Stocking

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát
Fókus
Fyrir 2 dögum

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þakkar fyrrverandi fyrir allan „Frasier peninginn“

Þakkar fyrrverandi fyrir allan „Frasier peninginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry