fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Fókus

Haukur tengir þessa hefð kvenna við slæma líkamsímynd stúlkna: „Líklegast erum við lent í vítahring“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 7. janúar 2020 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í hvert sinn sem stúlka á aldrinum 20-50 ára setur inn mynd af sér á samfélagsmiðli keppast vinkonurnar við að hæla útlitinu,“ segir Haukur Örn Birgisson hæstaréttarlögmaður í pistli á vef Fréttablaðsins.

Haukur segir að samkvæmt niðurstöðum „afar óvísindalegrar rannsóknar“ hans á samfélagsmiðlum sé konum umhugað um útlit vinkvenna sinna og tengir hann það við slæma líkamsímynd kvenna. Hann tekur það fram að hann efist ekki um að karlar hugsi einnig um útlitið en það beri minna á því.

„Í hvert sinn sem stúlka á aldrinum 20-50 ára setur inn mynd af sér á samfélagsmiðil keppast vinkonurnar við að hæla útlitinu. „Fallegust“, „sæta mín“ og „sæta, sæta“ sést gjarnan við þessi tilefni. Þetta er hið besta mál og sprottið af velvilja einum saman,“ segir hann og bætir við að það sem vekur athygli hans er að strákar gera þetta ekki, að hans sögn.

„„Þú ert sætastur“ eða „fallegi vinur minn“ eru athugasemdir sem ég hef aldrei séð á Facebook-veggjum vina minna og eru þeir þó langt frá því að vera allir ljótir. Yfirlýsingin „flottur!“ er eins langt og nokkur gaur er tilbúinn að ganga í þessum efnum,“ segir Haukur.

Haukur tengir síðan þessa hefð kvenna við slæma líkamsímynd stúlkna.

„Reglulega birtast fréttir þess efnis að líkamsmynd stúlkna fari versnandi. Það er alls ekki gott að heyra og mikilvægt að sporna gegn því. Orsakirnar eru líklegast margvíslegar en þær stafa ekki síður frá konum en körlum. Konur gera glæsilegt útlit annarra kvenna að umtalsefni, ekki síður en karlar. Jafnvel oftar. Á sama tíma og fullyrt er að útlit kvenna eigi ekki að skipta máli keppast konur við að hrósa hver annarri fyrir útlitið,“ segir Haukur og spyr sig af hverju það sé.

„Þótt um hrós sé að ræða, getur verið að fókusinn á fegurðina eigi sinn þátt í versnandi sjálfsmynd? Og hvað gerist þegar hrósin eru ekki nógu mörg eða þau hætta að berast? Það kann að vera óþægilegt að horfast í augu við það en líklegast erum við lent í vítahring.“

Hvað segja lesendur?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi
Fókus
Í gær

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir hryllilegu áfalli en þá kom Vigdís til hjálpar

Varð fyrir hryllilegu áfalli en þá kom Vigdís til hjálpar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Karlmaður ætlar að slá met Bonnie Blue – „Get ég tekið þá alla?“

Karlmaður ætlar að slá met Bonnie Blue – „Get ég tekið þá alla?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynntist poppstjörnukærustunni á vinnustofu – „Bestu sex mánuðir ævi minnar“

Kynntist poppstjörnukærustunni á vinnustofu – „Bestu sex mánuðir ævi minnar“