fbpx
Miðvikudagur 01.febrúar 2023
Fókus

Steve Harvey kemur Ellen DeGeneres til varnar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 18. september 2020 08:51

Ellen DeGeneres og Steve Harvey.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þáttastjórnandinn og grínistinn Ellen DeGeneres hefur undanfarið sætt harðri gagnrýni og hefur verið sökuð um rasisma, einelti og að stuðla að neikvæðu vinnuumhverfi bak við tjöld vinsælla spjallþátta hennar sem sýndir í bandarísku sjónvarpi. Nokkrar stjörnur hafa komið Ellen til varnar, eins og grínistinn Kevin Hart og tónlistarkonan Katy Perry.

Fjölmiðlamaðurinn og grínistinn Steve Harvey tekur upp hanskann fyrir Ellen í viðtali hjá sjónvarpsþætti People sem var sýndur í gærkvöldi. Hann sagði að Ellen væri ein „svalasta og indælasta manneskja sem ég hef kynnst í þessum iðnaði.“

Aðspurður hvaða ráð hann myndi gefa Ellen ef hún væri gestur í þættinum hans sagði Steve:

„Ég ætla að segja þetta: Ellen DeGeneres, manneskjan sem ég þekki, sem ég hef þekkt í mörg ár, sem ég þekki frá grínklúbbunum í gamla daga, þegar við skiptum tímanum uppi á sviði á milli okkar, allt þetta sem er að gerast núna, Ellen, manneskjan, er örugglega ein af svölustu og indælustu manneskjum sem ég hef kynnst í þessum iðnaði,“ sagði Steve.

Sjá einnig: Ellen DeGeneres sögð vera á „síðasta snúning“ og þykja ásakanirnar „ólíðandi“

Fór á fullt á Twitter.

Þetta hófst allt þegar YouTube-stjarnan NikkieTutorials var gestur hjá Ellen en hún bar henni ákaflega illa söguna og sagði hana kalda og fjarlæga. Í kjölfarið komu fram margar sögur um starfshætti hennar og karakter á Twitter. Þar á meðal kallaði lífvörðurinn Tom Majercak, sem vann með henni á Óskarnum 2014, hana kalda og lítilmannlega.

Fleiri hafa stigið fram, þar á meðal starfsfólk þáttanna, sem segja hana leggja einhvern einn starfsmann fyrir á degi hverjum og nýju starfsfólki sé ráðlagt að „láta sig hafa það því að á morgun verði það einhver annar.“

Sjá einnig: Segir Ellen hafa hlegið þegar starfsmenn voru niðurlægðir – „Maður þurfti að fara með veggjum“

Í júlí talaði BuzzFeed News við einn núverandi og tíu fyrrverandi starfsmenn hjá The Ellen DeGeneres Show. Þeir sögðust meðal annars hafa upplifað kynþáttafordóma á tökustað, ekki fengið læknaleyfi greitt og ekki þorað að kvarta undan aðstæðum.

Í ágúst voru þrír háttsettir framleiðendur reknir frá spjallþætti Ellen og stendur yfir innri rannsókn á ásökunum um eitrað starfsumhverfi. Ellen hefur einnig beðið starfsfólk sitt afsökunar og gefið þeim betri kjör.

Ellen sem er 62 ára hefur verið gift leikkonunni Portia DeRossi frá 2008 en hún er einna þekktust fyrir leik sinn í gamanþáttunum Arrested Development.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt