fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fókus

Svali um ástandið á Tenerife vegna COVID og hvort hann ætli að flytja aftur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir, Tobba Marinósdóttir
Fimmtudaginn 27. ágúst 2020 11:00

Svali á Tenerife.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpsmaðurinn Sigvaldi Kaldalóns, betur þekktur sem Svali, bjó á Tenerife með fjölskyldunni sinni þar sem hann sinnti ferðamennsku þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Hann og fjölskyldan komu heim í apríl vegna ástandsins og segir Svali að það standi til að fara út aftur í nýrri Facebook-færslu.

„Jæja Svali, ætlar þú eða þið nokkuð út aftur? Já, ég og við ætlum út aftur, en bara get ekki svarað hvenær vegna ástandsins í veröldinni.  Þetta er svarið við spurningunni sem ég hef fengið aftur og aftur síðustu vikurnar,“ segir Svali.

Ferðatakmarkanir á Tenerife eru mun alvarlegri en hérlendis og gilti um tíma algjört útgöngubann svo fjöldi Íslendinga hefur flutt heim. Um tíma var algert útgöngubann og er grímuskylda alls staðar.

„Við, eins og margir aðrir, komum til Íslands í vor og planið var að fara út strax í upphafi september. En það er eitthvað hikst á því og ljóst að við þurfum að setja strákana okkar í skóla hér heima og taka svo stöðuna þegar líður á veturinn. Við erum samt alveg ákveðin í að fara aftur út og halda áfram með fyrirtækið okkar TenerifeFerðir. Eins og staðan er nú þegar þetta er skrifað, getur í rauninni enginn sagt hvenær allt verður farið í gang þar ytra. Í hreinskilni sagt, þá held ég að það muni taka langan tíma þangað til þetta verður allt eins og það var. Staðan í dag er þannig að að minnsta kosti 30 prósent allra veitingastaða á eyjunni munu ekki opna aftur, margar verslanir farnar á hausinn og fjölmörg afþreyingar fyrirtæki standa mjög illa.“

Svali segir að þetta sé ekki alsæmt. „Það er margt jákvætt sem á eftir að koma út úr þessu á Tenerife svo að því sé til haga haldið. Það verður gríðarleg hreinsun og ljóst að þau fyrirtæki sem stóðu illa fyrir, verða ekki til staðar þegar um hægist. Þá opnast vonandi tækifæri fyrir nýja aðila sem geta gert hlutina enn betur. Ferðaþjónustan mun ekki taka gestum sem sjálfsögðum hlut og margt er það sem mun breytast til hins betra. Lífið á Tenerife er skrítið núna miðað við það sem áður var. Minna um fólk og allt mjög rólegt, en það kunna heimamenn vel að meta, en þeir gera  mikið af því að borða úti og njóta alls þess sem er í boði, líkt og við höfum gert á Íslandi í sumar. En það er bara ekki nóg og margir eru uggandi yfir komandi vetri sem alla jafna ætti að vera þétt bókaður því þá er jú háanna tíminn á Tenerife og Gran Canary.“

Svali og fjölskylda. Aðsend mynd.

Það er margt í gangi hjá Tenerifeferðum að sögn Svala. „Og í rauninni aðeins of snemmt fyrir mig að segja frá því að svo stöddu en eins og maðurinn sagði: Góðir hlutir gerast hægt, en kíktu endilega á það sem er í boði hjá okkur á www.tenerifeferdir.is. Við horfum nefnilega björtum augum fram á veginn.“

Að sögn Svala er ekkert flug frá Íslandi til Tenerife í september en það er verið að meta hvort það verði í boði í október.

Leita að húsnæði

Svali og fjölskylda eru í húsnæðaleit en þau þurfa að finna íbúð á Íslandi fyrir veturinn. „Það er ljóst að strákarnir verða í skóla hér heima í vetur og klára skólaárið á Íslandi, þó svo að ég verði með annan fótinn á Tenerife,“ segir hann.

„Í vetur mun Jóhanna  vinna áfram í Unique hár og spa, hárgreiðslustofunni þar sem hún hefur lengst af unnið, en ég verð síðan á Bylgjunni alla föstudaga milli 13 og 16 með mínum gömlu félögum í Zúúber. Zúúber var morgunþáttur sem rúllaði í 6 ár snemma á þessari öld. En það góða við þá vinnu er að ég get auðveldlega sent út frá Tenerife þegar ég svo loks kemst þangað.  Þannig að það er svo sem nóg um að vera hjá okkur. Það liggur við að landslagið breytist daglega, en svona er þetta bara.“

Fylgstu með Svala á samfélagsmiðlum.

Snapchat: Svalik
Instagram: Svalikaldalons
Facebook: Svali á Tenerife

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

58 ára og sjóðheit framan á forsíðu Sports Illustrated

58 ára og sjóðheit framan á forsíðu Sports Illustrated
Fókus
Í gær

Justin Bieber rýfur þögnina um Diddy – Myndband af þeim vakti óhug

Justin Bieber rýfur þögnina um Diddy – Myndband af þeim vakti óhug
Fókus
Í gær

„Ég hélt að opið hjónaband væri lausnin, en það var upphafið að endalokunum“

„Ég hélt að opið hjónaband væri lausnin, en það var upphafið að endalokunum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað gerist í líkamanum ári eftir að manneskja hættir á Ozempic? – Niðurstöður rannsóknar skellur fyrir notendur

Hvað gerist í líkamanum ári eftir að manneskja hættir á Ozempic? – Niðurstöður rannsóknar skellur fyrir notendur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur sætir harðri gagnrýni: „Þetta er bókstaflega hættulegasta kynjaveisla sem ég hef séð“

Áhrifavaldur sætir harðri gagnrýni: „Þetta er bókstaflega hættulegasta kynjaveisla sem ég hef séð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tárvot Cassie Ventura lýsti því fyrir dómi hvernig Sean „Diddy“ Combs barði hana og niðurlægði

Tárvot Cassie Ventura lýsti því fyrir dómi hvernig Sean „Diddy“ Combs barði hana og niðurlægði
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn settist inn á ónefnt kaffihús og samskipti tveggja karlmanna vöktu áhuga hans

Þorsteinn settist inn á ónefnt kaffihús og samskipti tveggja karlmanna vöktu áhuga hans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Telja þetta sterka vísbendingu um að hún og tengdamamman séu enn í stríði

Telja þetta sterka vísbendingu um að hún og tengdamamman séu enn í stríði