fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fókus

Hlaðvarpið Bíó Tvíó lifnar við á Röntgen í kvöld

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 15. júlí 2020 12:22

Andrea, Steindór og frú Stella í framboði verða á Röntgen í kvöld klukkan 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrea Björk Andrésdóttir, hönnuður og grínari, og Steindór Grétar Jónsson, blaðamaður og grínari, mæta með hlaðvarpið sitt Bíó Tvíó á veitingastaðinn Röntgen, Hverfisgötu 12, í kvöld. Að þessu sinni taka þau fyrir kvikmyndina Stella í framboði og jafnvel mun Eurovision-bíómyndin einnig koma við sögu.

Bíó Tvíó er hlaðvarp um íslenskar kvikmyndir, en Andrea og Steindór einsettu sér að horfa á hverja einustu íslensku kvikmynd og taka eina fyrir í hverjum þætti og ræða hana á léttu nótunum, af takmarkaðri þekkingu. Andrea og Steindór eru bæði búsett í Berlín og því er um einstakt tækifæri að ræða til að sjá berum augum hvernig töfrar hlaðvarpsins verða til.

Umfjöllunarefni tvíeykisins í kvöld, Stella í framboði, er sjálfstætt framhald hinnar ástsælu myndar Stella í orlofi. Myndin kom út 2002 og með aðalhlutverk fara Edda Björgvinsdóttir, Þórhallur Sigurðsson og Gísli Rúnar Jónsson.

Stella í framboði er aðgengileg á RÚV, fyrir þá sem vilja mæta undirbúnir þegar Bíó Tvíó fjallar um myndina í kvöld á Röntgen klukkan 20:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Svar Leonardo DiCaprio kemur aðdáendum á óvart

Svar Leonardo DiCaprio kemur aðdáendum á óvart
Fókus
Fyrir 2 dögum

John Lewis í klandri vegna jólaauglýsingar – Hörð gagnrýni á jólagjöf eiginmannsins til eiginkonunnar

John Lewis í klandri vegna jólaauglýsingar – Hörð gagnrýni á jólagjöf eiginmannsins til eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég er oft spurður að því hvernig ég fari að því að láta hestana elta mig“

„Ég er oft spurður að því hvernig ég fari að því að láta hestana elta mig“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svona eiga Jón og Hafdís saman – „Ástin er brennandi“

Svona eiga Jón og Hafdís saman – „Ástin er brennandi“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Íslensk leikkona á sér tvífara í öðru landi

Íslensk leikkona á sér tvífara í öðru landi