fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fókus

Pírati opnar pólitískan sportbar

Auður Ösp
Föstudaginn 3. júlí 2020 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta hefur lengi blundað í mér,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi alþingismaður Pírata og einn af eigendum kaffihússins Forsetans sem opnar á Laugavegi 51 í dag, föstudag.  Eins og nafnið gefur til kynna munu núverandi og fyrrverandi forsetar prýða veggina.

 „Þetta er svona lítið fjölskyldufyrirtæki, ég og pabbi erum í þessu saman,“ segir Ásta Guðrún í samtali við DV en segist hafa stokkið á tækifærið þegar húsnæðið á Laugavegi bauðst til leigu fyrir nokkrum vikum. Í kjölfarið var ráðist á framkvæmdir á mettíma, með dyggri aðstoð vina og vandamanna. Ásta segir þó lítið hafa verið lagt í innréttingar og kostnaðurinn við framkvæmdirnar í algjöru lágmarki. Hún  grínast með að staðurinn eigi að vera nokkurs konar pólitískur sportbar. „Svona staður þar sem fólk getur rætt málefni líðandi stundar, horft á kosningavökur og spjallað um pólitík.“

 

Staðurinn mun eingöngu vera með drykki til að byrja með og lagt er upp með að bjóða upp á íslenska framleiðslu: kaffið kemur frá Kaffibrugghúsinu á Granda og ölið kemur frá Dokkunni brugghúsi á Vestfjörðum. „Við erum sjálf lítið fyrirtæki og viljum styðja við íslenska nýsköpun,“ segir Ásta en Forsetinn mun opna dyrnar kl 17 í dag. „Að því gefnu að bjór og kaffidælurnar komist í gang!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Greindist með ristilkrabbamein 24 ára: Hunsaði einkennin og hvetur aðra til að gera ekki sömu mistök

Greindist með ristilkrabbamein 24 ára: Hunsaði einkennin og hvetur aðra til að gera ekki sömu mistök
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ellý spáir svakalegum breytingum hjá Guggu – „Hún fékk bæði gáfurnar og útlitið“

Ellý spáir svakalegum breytingum hjá Guggu – „Hún fékk bæði gáfurnar og útlitið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý segist sjá konu og mann á sviði – „RÚV veit að þjóðin þarf á þessu að halda“

Ellý segist sjá konu og mann á sviði – „RÚV veit að þjóðin þarf á þessu að halda“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jólakynlífið sem tryggir þér pláss á óþekka listanum

Jólakynlífið sem tryggir þér pláss á óþekka listanum