fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fókus

Helgi segir að Lína hafi borgað fyrir plássið í Vogue – Lína svarar

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 5. júní 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og athafnakonan Lína Birgitta greindi frá því í gær að umfjöllun um vörumerki hennar Define The Line Sport hefði birst í tískutímaritinu vinsæla Vogue. Í kjölfarið benti fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan á að umrætt pláss í Vogue væri líklega auglýsing. Lína Birgitta útskýrði málið fyrir blaðamanni.

Í gær birti Lína færslu á Instagram þar sem að hún greindi frá því að merkið hennar hafi fengið lítið pláss í bresku útgáfu tískutímaritsins Vogue. Hún sagðist jafnframt vera himinlifandi yfir því.

„Ég veit ekki alveg hvar ég á́ að byrja! Vogue var að skrifa um Define The Line Sport í nýjasta blaðinu sínu! Ég er hálfpartinn orðlaus yfir þessu og er varla að trúa því́. Ég er ein þakklát kona og gæti sprungið úr þakklæti í orðsins fyllstu merkingu.“

Segir að þetta sé auglýsing

Mbl.is fjallaði um málið með fyrirsögninni „Lína Birgitta í einu frægasta tísku-tímariti heims“. Það fannst Helga Seljan furðulegt, en hann vildi meina að um auglýsingu væri að ræða og birti skjáskot frá tímaritinu máli sínu til stuðnings.

Á skjáskotunum má sjá að hægt er að kaupa auglýsingar í blaðinu, til dæmis á þeim síðum sem að dálkinn um Define The Line Sport mátti finna. Þar kom fram að auglýsingarnar kosti 680 sterlingspund þegar að virðisaukaskattur er ekki reiknaður með. Það eru um það bil 114 þúsund krónur.

Lína svarar

DV hafði samband við Línu Birgittu og spurði hana út í málið, en svar hennar er eftirfarandi.

Vogue hafði samband við mig og vildi fjalla um Define the line sport og ég hélt fyrst að þetta væri “spam” email. En svo ákvað ég að hafa samband til baka og þetta reyndist allt vera “real”.

Persónulega hefði mér aldrei dottið í hug að auglýsa í erlendu blaði og hvað þá Vogue af öllum blöðum, þar sem að fókusinn minn er aðallega á Íslendinga eins og staðan er núna (vil nota pening í markaðsmál hér heima).

Eftir að umfjöllunin kom út (nýjasta blaðið) þá buðu þau mér að auglýsa í næsta blaði sem ég var meira en til í að prófa! Þannig að Define The Line Sport kemur aftur í næsta blaði og það er kostuð umfjöllun. Ég er mjög spennt fyrir því!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki
Fókus
Fyrir 4 dögum

Spielberg segir að þetta sé besta bandaríska bíómyndin

Spielberg segir að þetta sé besta bandaríska bíómyndin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gleymdu Ozempic andliti, nú vara sérfræðingar við „Ozempic munni“

Gleymdu Ozempic andliti, nú vara sérfræðingar við „Ozempic munni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

102 ára prófessor í næringarfræði segir að þessi sjö atriði séu lykillinn þegar kemur að langlífi

102 ára prófessor í næringarfræði segir að þessi sjö atriði séu lykillinn þegar kemur að langlífi