fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fókus

Bein útsending – DV sýnir frá tónleikum á Dillon í skugga samkomubanns

Guðmundur Ragnar Einarsson
Sunnudaginn 22. mars 2020 19:06

Dillon. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmtistaðurinn Dillon ætlar að vera með tónleika í beinni útsendingu á netinu klukkan 19. Í kvöld koma fram þau Svavar Knútur, Ásta og rokkdúettinn Velvet Villain.

https://www.facebook.com/DillonWhiskeyBar/videos/145841010096048/

 

Hægt verður að fylgjast með tónleikunum í gegnum Facebook-síðu Dillon eða hér á DV.is.
Kynnir á tónleikunum er goðsögnin Andrea Jónsdóttir.
Svavar Knút ættu flestir að þekkja en Ásta er klassískt menntaður víóluleikari sem gerðist popptónlistarmaður. Plata hennar Sykurbað var valin plata ársins í sínum flokki á Íslensku tónlistarverðlaununum nýverið.
Rokkdúóið Velvet Villain skipa svo þeir Jón Gauti og Jón Salka. Hljómsveitin var stofnuð árið 2018 og spilar orkumikið bílskúrsrokk
Þetta verða væntanlega fyrstu tónleikarnir af mörgum með þessu sniði á Dillon næstu vikur. Með þessu vill Dillon gefa listamönnum tækifæri til þess að koma sér á framfæri í þessu furðulega ástandi sem er í gangi þessa dagana. Dillon sér um alla tæknilega vinnslu og það er hljóðmaður á svæðinu sem sér um að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Í samvinnu við Aur appið verður svo hægt að styrkja þá tónlistarmenn sem spila hverju sinni.
Ef tónlistarmenn hafa áhuga á að taka þátt í þessu verkefni er þeim bent á að hafa samband í gegnum Facebook-síðu Dillon.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta eru sletturnar sem Íslendingar hata – Að join-a eða dodge-a acturally frústrating debad

Þetta eru sletturnar sem Íslendingar hata – Að join-a eða dodge-a acturally frústrating debad
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eurovision: VÆB fengu stig frá þessum löndum og löndin sem Ísland gaf stig

Eurovision: VÆB fengu stig frá þessum löndum og löndin sem Ísland gaf stig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Inga Sæland segir að draumur barnabarns hennar sé orðinn að engu eftir stóra skómálið – „Hefur aldrei stigið fæti inn í skólann aftur“

Inga Sæland segir að draumur barnabarns hennar sé orðinn að engu eftir stóra skómálið – „Hefur aldrei stigið fæti inn í skólann aftur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hermann um skilnaðinn og svikin – „Hann laug að ég væri dáinn“

Hermann um skilnaðinn og svikin – „Hann laug að ég væri dáinn“