fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Skin og skúrir hjá Helga Val – Missti föður sinn og eignaðist sitt fyrsta barn á sama deginum – „Á ekki nógu djúpstæð orð til að lýsa liðnum dögum.“

Fókus
Fimmtudaginn 5. september 2019 18:55

Helgi Valur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Helgi Valur Ásgeirsson eignaðist sitt fyrsta barn í dag ásamt unnustu sinni, Adönnu Eziefula en barnið fæddist rétt eftir hádegi í dag. 

„Á ekki nógu djúpstæð orð til að lýsa liðnum dögum.“

Helgi greindi frá þessu á Instagram í dag. Þar segir hann frá muninum sem er á gleði og sorg en Helgi missti föður sinn stuttu eftir að hafa verið beðinn um að klæða sig í sjúkrahúsfatnaðinn fyrir keisaraskurðsaðgerð.

„Í dag fékk ég fregnir af því að faðir minn hefði fallið frá. Stuttu áður var ég beðinn um að fara í “Scrubs” fyrir keisaraskurð aðgerð. Aðgerðin gekk vel og sonur minn Kári Zikoranachidi Saint Helgason fæddist klukkan 12:40 og var 53 cm á hæð og 3.79 kg með stórar fætur. Ég rifja upp ljóðið sem spurði “hver munurinn væri á gleði og sorg”. Lífið er fallegt og hrikalegt og dauðinn er bara önnur hlið á sama pening.“

Helgi hafði gert sér ferð til Svíþjóðar í vikunni til þess að kveðja föður sinn sem var með alvarlegt krabbamein.

„Við áttum nokkra fallega daga saman þar sem við sungum saman, horfðum á Bob Dylan heimildarmynd og áttum samfögnuð með öðrum. Á leiðinni til London fékk ég símtal frá konunni minni þar sem hún tjáði mér að læknarnir vildu setja hana af stað.“

Hann þakkar öllum sem hafa sýnt hlýhug.

„Hef ekki leyft mér að gráta en ég geri það núna. 5. September mun alltaf vera stór dagur í lífi mínu.“

Hér fyrir neðan má sjá færslu Helga í heild sinni

https://www.instagram.com/p/B2CKDC8gUuM/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla