fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Fókus

Skin og skúrir hjá Helga Val – Missti föður sinn og eignaðist sitt fyrsta barn á sama deginum – „Á ekki nógu djúpstæð orð til að lýsa liðnum dögum.“

Fókus
Fimmtudaginn 5. september 2019 18:55

Helgi Valur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Helgi Valur Ásgeirsson eignaðist sitt fyrsta barn í dag ásamt unnustu sinni, Adönnu Eziefula en barnið fæddist rétt eftir hádegi í dag. 

„Á ekki nógu djúpstæð orð til að lýsa liðnum dögum.“

Helgi greindi frá þessu á Instagram í dag. Þar segir hann frá muninum sem er á gleði og sorg en Helgi missti föður sinn stuttu eftir að hafa verið beðinn um að klæða sig í sjúkrahúsfatnaðinn fyrir keisaraskurðsaðgerð.

„Í dag fékk ég fregnir af því að faðir minn hefði fallið frá. Stuttu áður var ég beðinn um að fara í “Scrubs” fyrir keisaraskurð aðgerð. Aðgerðin gekk vel og sonur minn Kári Zikoranachidi Saint Helgason fæddist klukkan 12:40 og var 53 cm á hæð og 3.79 kg með stórar fætur. Ég rifja upp ljóðið sem spurði “hver munurinn væri á gleði og sorg”. Lífið er fallegt og hrikalegt og dauðinn er bara önnur hlið á sama pening.“

Helgi hafði gert sér ferð til Svíþjóðar í vikunni til þess að kveðja föður sinn sem var með alvarlegt krabbamein.

„Við áttum nokkra fallega daga saman þar sem við sungum saman, horfðum á Bob Dylan heimildarmynd og áttum samfögnuð með öðrum. Á leiðinni til London fékk ég símtal frá konunni minni þar sem hún tjáði mér að læknarnir vildu setja hana af stað.“

Hann þakkar öllum sem hafa sýnt hlýhug.

„Hef ekki leyft mér að gráta en ég geri það núna. 5. September mun alltaf vera stór dagur í lífi mínu.“

Hér fyrir neðan má sjá færslu Helga í heild sinni

https://www.instagram.com/p/B2CKDC8gUuM/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jói dans selur á Seltjarnarnesi

Jói dans selur á Seltjarnarnesi