fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
Fókus

Þetta eru skærustu stjörnurnar sem Íslendingar hafa hitt: „Hann sullaði bjór yfir mig.“

Fókus
Föstudaginn 20. september 2019 13:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eflaust munum við flest öll eftir frægu fólki sem við höfum hitt. Það er til ógrynni af frægu fólki í heiminum og því er eflaust að komast í gegnum lífið án þess að hitta að minnsta kosti eina manneskju sem telst vera fræg.

Árni Torfason spurði fylgjendur sína á Twitter hver væri frægasta manneskja sem þau hafa hitt og hvar þau hittu hana. Viðbrögðin létu ekki á sér standa en mikill fjöldi fólks svaraði tísti Árna.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilegar sögur úr þræðinum en margir sem svöruðu hafa hitt ansi frægar manneskjur.

„Var í einhverri shitty hliðargötu í Brooklyn. Einn annar maður að rölta þarna. Það var Eric Cantona. Knattspyrnumenn eru semi nóboddís í USA svo þeir eru lítið böggaðir þar. Hann sá mig reka upp stór augu og stífna upp þegar við mættumst svo hann glotti og nikkaði til mín.“

„Tók sjónvarpsviðtal við Bruce Dickinson á Leifsstöð 2005. Sá hann álengdar þegar ég var að tala við Nicko McBrain og blikkaði hann til að hinkra á meðan ég kláraði Nicko. – Ekkert mál. Óendanlega viðkunnanlegur maður.“

„Ég þjónaði Gordon Ramsey til borðs og hann kallaði mig „love“. Hef ekki verið söm síðan. Náði að plata Stephen Merchant til að knúsa vinkonu mína til hamingju með afmælið og svo var ég sú eina sem var starstruck þegar Eric Szamanda úr upprunalega CSI kom að borða á staðnum“

„Ég þurfti að biðja blindfulla Kristen Wiig að færa sig svo ég kæmist framhjá henn með fullt fang af sósukönnum… hún tók þvi bara nokkuð vel.“

„Spjallaði við David Beckham og O.G. Solskjær fyrir utan The Cliff ’98. Ole Gunnar vildi spjalla því við vorum Íslendingar. Ég hélt að Beckham vildi spjalla því hann væri bara næs; en samkvæmt pabba var hann bara svona extra næs til að lappa upp á ímyndina eftir rauða spjaldið á HM98.“

“Var fyrir mistök upgrade-aður á celebhæðina hjá Ritz Carlton hotelinu í DC. Sat þar við morgunverðaborðið með Dallas Cowboys. Emmitt Smith sat beint á móti mér og drakk ógrynni af OJ.“

„Jamie Foxx á Louvre fyrir framan Mona Lisa. Þannig tvær flugur í einu höggi“
„Hitti Ásgeir Kolbeins í partý og bað um mynd, við eigum sko bæði afmæli 11.janúar!“

„Tom Cruise var í 2 vikur í tökum beint fyrir utan skólann minn í Prag. Var ÓGEÐSLEGA næs, kom reglulega yfir götuna til okkar og spjallaði og gaf heilræði.“

„Sá Harry Potter leikarann þarna gæjann sem leikur gæjan með örina á enninu og með hringgleraugu sem átti enga foreldra. Allavega sá hann á Hollywood Boulevard árið 2015“

„Sá glitta í eyrað á Gordon Brown á JFK 2008. Gólaði eitthvað á eftir honum að ég væri ekki terroristi og að brúnn væri litur kúksins, en hann heyrði það ekki.“

„Hitti Björk Guðmunds á Prikinu og bað um selfí og hún sagði NEI“

„Will Smith, á blaðamanna fundi, og hann gerði grín að mér fyrir að geispa meðan hann var að tala“

„Spjall við Yoko Ono á Vox.“

„Jane Goodall í Háskólabíó og svo Jake Gyllenahall á Kaffibarnum, hann sullaði bjór yfir mig.“

„Eina skiptið sem ég hef orðið starstrucked var þegar ég mætti Woody Harrelson í NY. En annars var Dave Grohl mjög viðkunnanlegur á Stokkseyri og það var gaman að geta sagst hafa tekið í spaðann á Clint Eastwood á Reykjanesi.“

„Ég hef drukkið bjór með Russel Crowe fyrir utan english“

„Söng með Ian Anderson í Hallgrímskirkju en það var nú kannski ekki mikil persónuleg viðkynning. En ég hitti Jimmy Fallon á bar í New York 2006 þegar hann var ekki orðinn spjallþáttastjórnandi.“

„Kim Larsen á veitingastað í lækjargötu þegar ég var 9 ára eða svo… spjallaði og fékk eiginhandaráritun. Svo hitti ég reglulega Valgeir Guðjóns á röltinu með hundinn Trölla.“

„Amanda Palmer. Hún var föst í Reykjavík vegna eldgossins í Eyjafjallajökli 2012 og hélt skynditónleika á Kaffibarnum. Ég fékk síðan far í sama bíl og hún á leiðinni heim í Vesturbæinn.“

„Rainn Wilson, í stiganum á leiðinni í Bláa lónið, hann á leið uppúr. Panikaði og kallaði hann Dwight Schrute í óðagoti en fattaði það sem betur fer strax og leiðrétti.“

„Hjólaði í flasið á Ben Stiller á Skothúsveginum í sömu andrá og hann var að búa til ramma um Þingholtin með höndunum (væntanlega að undirbúa tökur á The Secret Life of Walter Mitty).“

„Tarantino. Talaði við hann í síma og djammaði í einkapartýi a Oliver. Hann stendur uppúr held ég barasta hef svo sem ekki lagt í neitt uppbyggilegt spjall við neinn annn“

„Spjallaði við Lionel Richie í jólaboði í LA. Mjög skemmtilegur gaur.“

„Keanu Reeves. Stuttu eftir að fyrsta Matrix myndin kom út. Hitti hann á flugvelli í Englandi, skelþunnan og lúinn að reyna að hringja úr tíkallasíma. Kallaði nafnið hans og fyrr en ég vissi var hann umkringdur ferðamönnum. Hef ekki enn beðið hann afsökunar.“

 

Hvað segja lesendur, hver er frægasta manneskjan sem þið hafið hitt?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að vændi geti verið ánægjulegt en hún væri ekki á lífi ef hún hefði haldið áfram

Segir að vændi geti verið ánægjulegt en hún væri ekki á lífi ef hún hefði haldið áfram
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gísli Marteinn hélt að grín sitt um Garðabæ væri ýkjur en annað kom á daginn

Gísli Marteinn hélt að grín sitt um Garðabæ væri ýkjur en annað kom á daginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

35 ára bústaður Eydísar fékk allsherjar yfirhalningu

35 ára bústaður Eydísar fékk allsherjar yfirhalningu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristín Avon blæs á sögusagnirnar um faðerni dóttur sinnar: „Rétt skal vera rétt“

Kristín Avon blæs á sögusagnirnar um faðerni dóttur sinnar: „Rétt skal vera rétt“
Fókus
Fyrir 1 viku

Sumarfrísplön þekktra Íslendinga: „Skaftárfell líklega fallegasti staður á jarðríki“

Sumarfrísplön þekktra Íslendinga: „Skaftárfell líklega fallegasti staður á jarðríki“
Fókus
Fyrir 1 viku

Gæti vel hugsað sér að starfa á Landspítalanum

Gæti vel hugsað sér að starfa á Landspítalanum