Mánudagur 17.febrúar 2020
Fókus

Snarpur en skrautlegur glæpaferill Jóns Jónssonar – Búðarhnupl og ofsaakstur

Fókus
Fimmtudaginn 19. september 2019 13:00

Jón Jónsson tónlistarmaður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson er nýjasti gestur Egils Ploder í Burning Questions á Áttan Miðlar. Það mætti segja að hann sé þekktur fyrir að vera andlit sakleysis, fjölskyldufaðir sem hefur aldrei snert dropa af áfengi og elskaður af landsmönnum. Í þættinum afhjúpar hann hins vegar tvö skipti þar sem hann braut lögin þegar hann var yngri.

Aðspurður hvað sé það ólöglegasta sem hann hefur gert segir Jón að honum detti eitt í hug, en það gerðist ekki á Íslandi.

„Ég var í skóla í Boston og þegar þú ert fátækur námsmáður ferðu að hugsa í lausnum,“ segir Jón.

„Það sem ég gerði var að það var einhver bók sem ég þurfti sem kostaði eitthvað fyrir skólann. Ég fór semsagt í Barnes&Nobles á einhverja hæð [þar], náði í þessa bók, fór svo á aðra hæð. Skilaði bókinni, fékk inneignarnótu. Kom svo einhverjum dögum seinna og [notaði hana til að kaupa bókina].“

Seinna í þættinum rifjar hann einnig upp þegar hann keyrði yfir á fjórum rauðum ljósum í röð.

„Krakkar sem heima sitjið eigið ekki að gera þetta,“ segir hann.

„Þetta var dæmi um hópþrýsting sem ég hef yfirleitt náð að standast. Það var þannig að við vorum á ljósum, fullur bíll af gaurum og einhver gaur í bílnum við hliðin á hendir í puttann. Ég veit ekki af hverju, hann hefur verið bara drukkinn eða eitthvað. Allir í bílnum æstust í drasl og voru bara: „DRULLAÐU ÞÉR ÁFRAM!“ Ég bara: „Hvað meinið þið maður?“ Það var einhver múgæsing sem átti sér stað. Vissulega enginn á ferli sko. Þetta var ekki um fjögur á dag.“

Þú verður eiginlega að sjá Jón segja söguna með tilheyrandi leikaraskap. Sagan byrjar á mínútu 8:23.

Í þættinum biður Egill Jón um að raða Auðunni Blöndal, Friðriki Dór, Birni Braga og Steinda frá þeim skemmtilegasta yfir í þeim leiðinlegasta.

„Í gegnum tíðina, svona alvöru, mestu og innilegustu „lol-inn“ sem ég er búinn að eiga er vegna einhvers sem Björn Bragi er að gera.  Ég ætla að leyfa honum að eiga þetta. Síðan ætla ég bara að setja Frikka, því hann er bróðir minn,“ segir Jón og velur svo Steinda fram yfir Auðunn.

„Sorry Auddi, I love you.“

Þú getur horft á þáttinn í heild sinni hér að ofan og á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Úr glamúr í grimma fortíð: „Ein mesta hryllingstilfinning sem ég hef upplifað“

Úr glamúr í grimma fortíð: „Ein mesta hryllingstilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Veðrið gengur niður en tístin halda áfram: „OK – ég játa. Keypti brauð í Krónunni í gær. Hvar borga ég sekt?“

Veðrið gengur niður en tístin halda áfram: „OK – ég játa. Keypti brauð í Krónunni í gær. Hvar borga ég sekt?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýja Bond-lagið afhjúpað

Nýja Bond-lagið afhjúpað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rósa segir edrúmennskuna bestu gjöf sem hún gat gefið sér: „Að vera komin á geðdeild inn og út um tvítugt var mikið áfall“

Rósa segir edrúmennskuna bestu gjöf sem hún gat gefið sér: „Að vera komin á geðdeild inn og út um tvítugt var mikið áfall“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jöklar í Listasal Mosfellsbæjar

Jöklar í Listasal Mosfellsbæjar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý mátar brúðarkjóla – Staðráðin í einu á stóra daginn: „Allt annað er aukaatriði“

Ellý mátar brúðarkjóla – Staðráðin í einu á stóra daginn: „Allt annað er aukaatriði“