fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Björgvin Páll eltir Beckham: „Ég held að hann hafi aldrei verið flottari“

Fókus
Fimmtudaginn 19. september 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var tíu ára þegar ég mætti í fyrsta sinn með mynd af Beckham í klippingu, en ég hef klippt mig á hársnyrtistofunni Wink í Kópavogi nánast alla tíð. Hún var einmitt í sama húsi og United-klúbburinn á Íslandi á þessum tíma,“ segir handboltahetjan Björgvin Páll Gústavsson. Hann hefur notað knattspyrnugoðið David Beckham sem tískufyrirmynd þegar kemur að hárgreiðslum í fjölmörg ár og birtir í „story“ á Instagram þakklætisvott til Beckham fyrir innblásturinn.

Takk Beckham!

„Ég byrjaði ungur að halda með Manchester United og þá var jú Beckham allt í öllu, bæði innan vallar sem utan. Mér fannst hann geggjuð týpa og ég held að ég hafi ekki verið einn um það,“ segir Björgvin Páll um þessa ást á Beckham.

Meira en bara hárið

Þegar að flett er í gegnum myndirnar af hárgreiðslu Björgvins annars vegar og Beckhams hins vegar kemur einnig í ljós að Björgvin virðist hafa sótt meira en bara hárinnblástur til goðsins, heldur einnig innblástur er varðar skeggvöxt og fataval. Er það meðvitað eða ómeðvitað?

„Nei, þar er í raun tilviljun. Mig grunar reyndar að hann hafi elt mig þegar kemur að fatavali og fleiru,“ segir Björgvin Páll og hlær.

Björgvin Páll tók sér pásu frá sínu helsta átrúnaðargoði í hári þegar Beckham klippti af sér síða hárið fyrir nokkru síðan, en eins og landsmenn vita hefur hár Björgvins Páls lengi verið í síðari kantinum. Handboltahetjan ákvað hins vegar í vikunni að endurnýja kynnin við ljúfa lokka Beckhams.

„Þegar ég ákvað að klippa mig núna um daginn þá vissi ég ekkert hvernig ég vildi klippa mig og fannst þá bara mjög sniðugt að mæta aftur með mynd af Beckham, 23 árum eftir að ég mætti með fyrstu myndina. Ég held að hann hafi aldrei verið flottari,“ segir Björgvin Páll. Ástæðan fyrir klippingunni er þó djúpstæðari en einungis að skarta nýrri hárgreiðslu.

„Ástæða þess að ég klippti mig var minna af útlitsástæðum en meira fyrir mig til þess að loka erfiðum kafla í lífinu og byrja nýjan. Ég er búinn að vera díla við alls konar drasl upp á síðkastið, en er núna kominn á geggjaðan stað,“ segir Björgvin Páll.

https://www.instagram.com/p/B2epVT3g-xQ/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 3 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni