fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fókus

Björgvin Páll eltir Beckham: „Ég held að hann hafi aldrei verið flottari“

Fókus
Fimmtudaginn 19. september 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var tíu ára þegar ég mætti í fyrsta sinn með mynd af Beckham í klippingu, en ég hef klippt mig á hársnyrtistofunni Wink í Kópavogi nánast alla tíð. Hún var einmitt í sama húsi og United-klúbburinn á Íslandi á þessum tíma,“ segir handboltahetjan Björgvin Páll Gústavsson. Hann hefur notað knattspyrnugoðið David Beckham sem tískufyrirmynd þegar kemur að hárgreiðslum í fjölmörg ár og birtir í „story“ á Instagram þakklætisvott til Beckham fyrir innblásturinn.

Takk Beckham!

„Ég byrjaði ungur að halda með Manchester United og þá var jú Beckham allt í öllu, bæði innan vallar sem utan. Mér fannst hann geggjuð týpa og ég held að ég hafi ekki verið einn um það,“ segir Björgvin Páll um þessa ást á Beckham.

Meira en bara hárið

Þegar að flett er í gegnum myndirnar af hárgreiðslu Björgvins annars vegar og Beckhams hins vegar kemur einnig í ljós að Björgvin virðist hafa sótt meira en bara hárinnblástur til goðsins, heldur einnig innblástur er varðar skeggvöxt og fataval. Er það meðvitað eða ómeðvitað?

„Nei, þar er í raun tilviljun. Mig grunar reyndar að hann hafi elt mig þegar kemur að fatavali og fleiru,“ segir Björgvin Páll og hlær.

Björgvin Páll tók sér pásu frá sínu helsta átrúnaðargoði í hári þegar Beckham klippti af sér síða hárið fyrir nokkru síðan, en eins og landsmenn vita hefur hár Björgvins Páls lengi verið í síðari kantinum. Handboltahetjan ákvað hins vegar í vikunni að endurnýja kynnin við ljúfa lokka Beckhams.

„Þegar ég ákvað að klippa mig núna um daginn þá vissi ég ekkert hvernig ég vildi klippa mig og fannst þá bara mjög sniðugt að mæta aftur með mynd af Beckham, 23 árum eftir að ég mætti með fyrstu myndina. Ég held að hann hafi aldrei verið flottari,“ segir Björgvin Páll. Ástæðan fyrir klippingunni er þó djúpstæðari en einungis að skarta nýrri hárgreiðslu.

„Ástæða þess að ég klippti mig var minna af útlitsástæðum en meira fyrir mig til þess að loka erfiðum kafla í lífinu og byrja nýjan. Ég er búinn að vera díla við alls konar drasl upp á síðkastið, en er núna kominn á geggjaðan stað,“ segir Björgvin Páll.

https://www.instagram.com/p/B2epVT3g-xQ/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lovísa Ösp skólar foreldrana til í innkaupunum – Sjáðu myndir bak við tjöldin

Lovísa Ösp skólar foreldrana til í innkaupunum – Sjáðu myndir bak við tjöldin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Emmsjé Gauti ekkert móðgaður yfir gagnrýni Jónasar og svarar með skondnum hætti – Sjáðu myndina

Emmsjé Gauti ekkert móðgaður yfir gagnrýni Jónasar og svarar með skondnum hætti – Sjáðu myndina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Florence Pugh sér eftir því að hafa leikið í kvikmynd Íslendings – „Ég var ung og vantaði pening“

Florence Pugh sér eftir því að hafa leikið í kvikmynd Íslendings – „Ég var ung og vantaði pening“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Reynir að tortíma mannkyninu

Reynir að tortíma mannkyninu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rithöfundurinn Bjarni Bjarnason strauk að heiman í æsku – „Löggan talaði við okkur og gaf okkur snúð“

Rithöfundurinn Bjarni Bjarnason strauk að heiman í æsku – „Löggan talaði við okkur og gaf okkur snúð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Börn áhrifavalds fengu miða á Iceguys í skóinn og allt varð vitlaust

Börn áhrifavalds fengu miða á Iceguys í skóinn og allt varð vitlaust