fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

Magnús Scheving fordæmir skólakerfið: „Þetta er galið!“

Fókus
Þriðjudaginn 17. september 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta á að vera þannig að við eigum að spotta það hvar viðkomandi nýtur sín best. Þannig á skólakerfið að vera, þannig að þú komir út fullur af sjálfstrausti og þú átt að trúa því þegar þú ert 16 ára að allir vegir séu færir. Þegar búið er að brjóta þig niður í prófum ár eftir ár, þá sjá menn hvað þetta er fáránlegt.“

Þetta segir Magnús Scheving, athafnamaður og stofnandi Latabæjar. Magnús var í viðtali við hlaðvarpið Prímatekið en tiltekinn bútur þar sem rætt er um galla skólakerfisins á Íslandi hefur verið í víðri dreifingu á samfélagsmiðlum undanfarna daga.

Magnús segist ekki hafa áhyggjur af ungu kynslóðinni í dag en hefur þó áhyggjur af skólakerfinu, eins og ítarleg útskýring hans að ofan gefur til kynna. Hann er á móti því að nemendur þurfi að taka próf og er hann jafnframt alfarið á móti einkunnarkerfum.
Magnús tekur samræmd próf sem dæmi:

„Þarna er krakkinn heima hjá sér að fara á taugum yfir því að próf séu að koma. Myndir þú vilja fjármálastjóra sem væri á taugum í vinnunni hjá þér daginn áður en mikilvægasti fundurinn væri? Þess vegna eiga krakkar ekki að hafa áhyggjur af prófi. Það eru kennarar sem eiga að hafa áhyggjur af prófunum, því ef krakkinn fellur, þá missir kennarinn djobbið,“ segir Magnús.

„Sumir eru bara ekkert góðir í því að lesa texta og muna. Það er til fullt af fólki sem er rosalega handlagið en er mjög lélegt í stærðfræði. Ég þekki rosalega marga sem eru lélegir í því að muna nöfn en eru gríðarlega færir á öðrum sviðum. Þetta er galið!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Frábær þátttaka í árlegu jólarölti Félags kvenna í atvinnulífinu

Frábær þátttaka í árlegu jólarölti Félags kvenna í atvinnulífinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Smári saknar fegurðar gamla miðbæjarins – „Ertu að grínast?“

Gunnar Smári saknar fegurðar gamla miðbæjarins – „Ertu að grínast?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk hugljómun þegar hún veiktist: „Að ég yrði að fara að gera eitthvað annað því ég myndi ekki lifa áfram svona“

Fékk hugljómun þegar hún veiktist: „Að ég yrði að fara að gera eitthvað annað því ég myndi ekki lifa áfram svona“