fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Fimm sem ættu að vera með miklu hærri laun

Fókus
Sunnudaginn 25. ágúst 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gæði fólks og hæfni endurspeglast ekki alltaf í tölunni á launaseðlinum, eins og bersýnilega sést í nýju Tekjublaði DV. DV er á því að mörg óskabörn þjóðarinnar fyrr og síðar ættu að vera á miklu hærri launum og hér eru nokkur af þeim.

Siggi Hlö

Siggi Hlö, eða Sigurður Hlöðversson eins og hann heitir fullu nafni, hefur verið ötull við að skemmta landanum. Hann hefur lagt sig í líma við að segja gamanmál og spila goðsagnakennda tónlist fyrir rallhálft fólk í sumarbústöðum, en er engan veginn borgað í samræmi við þá álagsvinnu.

Mánaðarlaun 2018: 31.572 kr.

Herbert Guðmundsson

Herbert Guðmundsson

Hebbi getur sungið, samið lög, búið til ís og útsett tónlist – svo gefur hann sér alltaf tíma fyrir aðdáendur. DV er á því að Hebbi ætti að vera á margfalt hærri launum fyrir það eitt að vera þjóðargersemi. Spurning um að hrinda af stað söfnun svo hann gangi ekki í burtu?

Mánaðarlaun 2018: 131.109 kr.

Ljósmynd: DV/Hanna

Ævar Þór

Ævar vísindamaður, sem heitir réttu nafni Ævar Þór Benediktsson, hefur skilað gríðarstóru framlagi til íslenskrar menningar. Hann er leikari að mennt en hefur skrifað ótal bækur sem hafa slegið í gegn hjá ungviðinu og slegið ýmis met í bókasölu. Tvær af þessum bókum hafa verið settar upp sem leikrit og því er hneisa að Ævar skrimti á lágmarkslaunum.

Mánaðarlaun: 218.544 kr.

Tanja Ýr er áhrifavaldur og umsvifamikil í atvinnurekstri. Skjáskot/YouTube @tanjayr

Tanja Ýr

Áhrifavaldurinn og fegurðardrottningin Tanja Ýr Ástþórsdóttir er svakalega dugleg, ung kona. Hún er með bein í nefinu og lætur fátt stoppa sig. Því rak blaðamenn DV í rogastans þegar að þeir flettu Tekjublaðinu og sáu að Tanja Ýr er hlunnfarin þegar kemur að launum.

Mánaðarlaun: 92.874 kr.

Magnús Scheving.

Magnús Scheving

Sjálfur Íþróttaálfurinn á auðvitað að hafa það þrusugott. Hann hefur stuðlað að heilbrigðari lífsstíl hjá unga fólkinu okkar sem erfir landið og lagt sín lóð á vogarskálarnar til að sporna gegn lífsstílssjúkdómum. Af hverju hann uppsker ekki í samræmi við það er okkur hulin ráðgáta.

Mánaðarlaun 2018: 124.755 kr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“