fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fókus

Donna var sagt að hann ætti þrjá mánuði ólifaða – Var 55 kíló og sjónin var að hverfa

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 20:00

Donni Gíslason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donna Gíslasyni  var ekki hugað líf en samt trúði hann því aldrei að hann væri að deyja. „Einhvern veginn náði ég að halda í vonina í gegnum þetta allt,“ segir hann. Sjónin hafði versnað mikið, hann var kominn niður í 55 kíló. Ónæmiskerfi hans var hrunið.

Donni Gíslason var einn þeirra sem greindust með alnæmi um miðjan níunda áratuginn. Donni kemur fram í heimildarmyndinni Plágan – Svona fólk. Spjallað er við Donna á vefnum Gayiceland.is

Donni var í raun dauðadæmdur en eitt af því sem kann að hafa bjargað lífi hans var að hann trúði því aldrei sjálfur að hann væri að fara að deyja og hélt alltaf í vonina. Um 1995 komu fram lyf við alnæmi sem tókst að halda sjúkdómnum í skefjum en áður var hann í reynd dauðadómur. Læknir Donna á þessum árum taldi sjúkdóminn vera svo langt genginn hjá honum að það tæki því ekki að setja hann á lyfin. Var Donna sagt að hann ætti þrjá mánuði ólifaða.

En Anna Þórisdóttir, sem hafði sérhæft sig í sjúkdómnum, fékk því framgengt að Donni var settur á nýju lyfin og kraftaverkið gerðist, hann náði heilsu á ný.

Samkynhneigðir höfðu líka fordóma

Donni greindist HIV-jákvæður árið 1985. Þá var mikill ótti tengdur við sjúkdóminn í huga almennings og fólk forðaðist samneyti við HIV-jákvæða. Donni segist hafa verið svo lánsamur að eiga góða og umhyggjuríka fjölskyldu, fólk sem studdi hann ávallt. Hann bendir á að fordómar gegn HIV-smituðum hafi einnig verið að finna í hópi samkynhneigðra og segir hann að sumir hommar hafi umgengist hann eins og hann væri geislavirkur og vildu ekki hafa hann nálægt sér.

Þó að Donni hafi náð heilsu á ný er hann þó með aðeins 10% sjón í dag. Sjúkdómurinn blindaði hann næstum því. Þetta hefur vissulega takmarkað möguleika hans í lífinu hvað snertir til dæmis menntun og atvinnu en hann hefur aldrei látið þessa fötlun stöðva sig. „Ég lærði ráðgjöf við blinda og það er starf mitt í dag,“ segir hann.

Sjá nánar á Gayiceland.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vilhjálmur til OK
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Vildi sýna að það þarf ekki að vera framið subbulegt morð til að lífið sé spennandi“

„Vildi sýna að það þarf ekki að vera framið subbulegt morð til að lífið sé spennandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Karen missti bróður sinn: „Ég var stolt af honum að taka ábyrgð og fara aftur en honum var vísað út eftir þessa helgi“

Karen missti bróður sinn: „Ég var stolt af honum að taka ábyrgð og fara aftur en honum var vísað út eftir þessa helgi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Langþráð stytta af RoboCop loksins reist – „Hún lítur frábærlega út!“

Langþráð stytta af RoboCop loksins reist – „Hún lítur frábærlega út!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einfaldasta venjan sem hann hefur séð bjarga hjónabandi – Hættu við skilnaðinn og eru enn gift

Einfaldasta venjan sem hann hefur séð bjarga hjónabandi – Hættu við skilnaðinn og eru enn gift
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristinn segir að samfélagið sé sofandi: „Mér finnst þú ekki vera fyrirmynd þegar þú ert að ýta undir þetta“

Kristinn segir að samfélagið sé sofandi: „Mér finnst þú ekki vera fyrirmynd þegar þú ert að ýta undir þetta“