fbpx
Sunnudagur 22.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Oft er betra að sleppa tökum á fortíðinni og horfa frekar fram á veginn

Íris Hauksdóttir
Sunnudaginn 11. ágúst 2019 19:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Sjana Rut Jóhannsdóttir leggur nú lokahönd á sína fyrstu sólóplötu en hún hefur lengi unnið að eigið efni.

Á plötunni, sem ber heitið Gull og grjót, er að finna átta lög og á Sjana Rut heiðurinn af bæði laga- og textagerð. Hún segir gerð plötunnar hafa átt sér langan aðdraganda. „Ég hef alltaf verið að semja lög og texta en mér fannst aldrei rétti tíminn til að gefa þau út. Ég hef samið út frá eigin reynslu og því eru lögin öll ákaflega persónuleg. Á plötunni er að finna bæði gömul, óútgefin lög sem hafa beðið lengi í skúffunni sem og ný og brakandi fersk. Eitt af þessum lögum sendi ég sem dæmi inn fyrir Söngvakeppni sjónvarpsins en það komst ekki í gegnum inntöku.“

Mynd: Eyþór Árnason

Vinsældir víða

Þetta er þó ekki frumraun Sjönu Rutar í lagaútgáfu því í fyrra gaf hún út smáskífuna Show me your truth, en hana vann hún í samstarfi við bróður sinn, Alex Má. „Hann gengur undir listamannsnafninu NumerusX og hefur reynst mér afar hjálplegur. Platan okkar fékk talsverða athygli, en á henni var að finna þrjú lög á íslensku og þrjú á ensku. Titillag plötunnar, Show me your truth, fékk meðal annars spilun á nokkrum erlendum útvarpsstöðvum, til að mynda iHEart Radio og tDong Radio,“ segir Sjana Rut en platan fékk sömuleiðis umfjöllun í kanadískum fjölmiðlum.

The Voice Ísland æðisleg reynsla

„Við systkinin stigum fyrst á svið saman árið 2015 þegar við tókum þátt í Söngkeppni Tækniskólans og unnum þá keppni með frumsömdu lagi. Það var í fyrsta skipti sem ég kom fram fyrir fullum sal af fólki, en eftir það fór boltinn að rúlla og við höfum síðan þá komið fram á ótal góðgerðasamkomum, hátíðum og öðrum viðburðum. Árið 2017 tókum við svo þátt í Músíktilraunum en það má eiginlega segja að The Voice Ísland hafi komið mér almennilega á kortið enda þekkja mig flestir þaðan. Það var æðisleg reynsla, þökk sé Svölu Björgvinsdóttur og fleiri góðum.“

Sjana Rut segir yrkisefni plötunnar persónulegt og sem dæmi megi nefna lagið Ég horfi fram á við, þar sem hún fjallar um mikilvægi þess að festast ekki í fortíðinni. „Lagið samdi ég um reynslu mína eftir að hafa orðið fyrir erfiðu áfalli í lífinu. Ég tók meðvitaða ákvörðun um að skilja það eftir í fortíðinni ásamt fólkinu sem stóð ekki með mér í þeim aðstæðum. Boðskapurinn í laginu er sá að brýna fyrir hlustendum mínum hversu mikilvægt það er að standa með sjálfum sér þrátt fyrir að á móti blási og maður fái ekki endilega þann stuðning sem best yrði á kosið. Oft er best að sleppa tökum á fortíðinni og horfa frekar fram á veginn. Ég trúi því að flestir geti tengt við textann á einn hátt eða annan og dillað sér við lagið í leiðinni.“

Tvöföld fæðing

Annað lag á plötunni er jafnvel enn persónulegra en það ber heitið Hjartsláttur og tileinkar Sjana Rut það frumburði sínum sem væntanlegur er í heiminn með haustinu. „Það má eiginlega segja að ég stefni á tvær fæðingar í september, bæði á plötunni og litla prinsinum, en í laginu Hjartsláttur syng ég til litla krílisins sem við unnusti minn eigum von á í september. Í tilefni af þessum tvöföldu tímamótum stefni ég á útgáfutónleika plötunnar í nóvember en þeir verða haldnir í Salnum í Kópavogi og hefst miðasala þeirra nú í ágúst á tix.is.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kennarasleikjan
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mættu í núið og styrktu gott málefni í leiðinni: Jógapartí í Hörpu

Mættu í núið og styrktu gott málefni í leiðinni: Jógapartí í Hörpu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steindi Jr. þarf þína hjálp til að hjálpa Hirti – „Án ykkar deyr hann gleymdur maður. Viljið þið hafa það á samviskunni?“

Steindi Jr. þarf þína hjálp til að hjálpa Hirti – „Án ykkar deyr hann gleymdur maður. Viljið þið hafa það á samviskunni?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástæðan fyrir því að aðeins ógiftar og barnlausar konur mega taka þátt í Miss Universe Iceland

Ástæðan fyrir því að aðeins ógiftar og barnlausar konur mega taka þátt í Miss Universe Iceland
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sveinn Andri biðst afsökunar á rasískum búningi

Sveinn Andri biðst afsökunar á rasískum búningi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fanney Ingvars tók íbúðina í gegn – Sjáðu fyrir og eftir myndirnar

Fanney Ingvars tók íbúðina í gegn – Sjáðu fyrir og eftir myndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haturssíða stofnuð í nafni dóttur Guðmundu: „Hjartað mitt er gjörsamlega í molum”

Haturssíða stofnuð í nafni dóttur Guðmundu: „Hjartað mitt er gjörsamlega í molum”