fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Mesta snilldin og algjört klúður 21. aldarinnar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 15. júlí 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markaðssetning nútímans er vandmeðfarin, enda í mörg horn að líta. Oft skjóta auglýsingar eða herferðir upp kollinum sem hitta í mark. Sumar missa hins vegar marks. Við fengum nokkra sérfræðinga til að skera úr um hver væri mesta markaðssnilld 21. aldarinnar – og hvar hafi mistekist hrapallega.

Mesta snilldin

1. Sopranos-herferð Sorpu

„Þeir tóku leiðinlegt vörumerki og leiðinlega vöru (engum finnst gaman að flokka, í alvöru) og gerðu hana skemmtilega. Bragi baggalútur að skrifa handrit sem Helgi Björns lék svo eftir – það gat ekki klikkað.“

„Frábært „play on words“ og sniðug hugmynd og framkvæmd.“

„Þetta hefði getað farið svo illa, enda vísun í einn vinsælasta sjónvarpsþátt heims, en varð svo bara að goðsögn.“

2. Essasú froskur Vodafone

„Hann var jafn óþolandi og hann var frábær í einfaldleika sínum.“

„Ég man ekkert hvað þessi dásamlega óþolandi froskur átti að auglýsa en ég er enn að vitna í hann. Hve sorglegt er það?“

3. Fiskikóngurinn

„Það má margt segja um Fiskikónginn en það er óumdeilt að hann er konungur útvarpsauglýsinganna. Í útvarpi borga menn fyrir sekúndur. Hann skilur útvarp og nær að hámarka áhrif hverrar birtingar fyrir lítið fjármagn. Hver Íslendingur þekkir auglýsingarnar hans. HUMAR HUMAR HUMAR. Fiskikóngurinn. Sogavegi 3.“

„Þetta er allt í nafninu – hann er kóngurinn!“

Annað sem var nefnt: Jón Gnarr sem Lýður Oddsson fyrir Lottó og sem Júdas fyrir Símann, sjónvarpsþættir Hamborgarafabrikkunnar á Stöð 2, WOW air.

Verstu mistökin

1. Íslenskt grænmeti – þú veist hvaðan það kemur

„Það getur ekki verið góð hugmynd að skapa hugrenningatengsl við klósett í auglýsingu fyrir ferska matvöru. Og ég skildi aldrei almennilega hvers vegna konan í matvöruversluninni var að strjúka agúrkunni upp við andlitið á sér.“

„Mig langar svo að vita hvað fór fram á þessum fundi! Hverjum fannst þetta góð hugmynd?!“

2. Hakkari Áttunnar

„Rebrand hjá Áttunni þar sem þau lokuðu miðlunum sínum og földu gamalt efni, því fylgdi einnig ótrúverðugt vídeó frá hakkara sem var erfitt að taka mark á.“

„Örugglega frábær hugmynd á blaði en var gjörsamlega rústað í framkvæmd. Áttuliðum virðist hins vegar vera skítsama um gagnrýni og læra ekkert af þessum mistökum, því miður.“

3. Sbarro

„Gott dæmi um þegar fullorðið fólk hefur ofurtrú á eigin hæfileikum til að geta verið hipp og kúl og talað til unglinga.“

„Æi, kommon. Hefur einhvern tímann einhver sagt frasana: „Gríptu eina slæsu“ eða „Texta með annarri og borða með hinni“?“

Annað sem var nefnt: Orkuveituauglýsingin rétt fyrir hrun, heilsíðuauglýsing Birgisson í Fréttablaðinu þar sem gleymdist að segja um hvaða fyrirtæki ræddi, „Af hverju ertu ekki að horfa á veginn?“ frá Samgöngustofu.

Álitsgjafar:

Kristján Hjálmarsson, almanna- og viðskiptatengslastjóri H:N Markaðssamskipta
Brynja Björk Garðarsdóttir, markaðsstjóri Storytel
Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino’s
Ida St., viðmótshönnuður
Atli Þór Albertsson, markaðsstjóri Þjóðleikhússins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig