fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Allt tiltækt lögreglulið á Suðurnesjum kallað á vettvang – Lögreglumenn ráðvilltir yfir því sem blasti við

Fókus
Fimmtudaginn 11. júlí 2019 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum greinir frá atviki í umdæminu í vikunni. Lögreglumenn voru kallaðir á vettvang vegna gruns um barsmíðar. Hins vegar kom í ljós að allt annað væri um að ræða.

Greint er frá þessu á Facebook síðu Lögreglustjórans á Suðurnesjum.

„Lögreglustarfið getur verið afar fjölbreytt.

Í vikunni fékk Lögreglan á Suðurnesjum tilkynningu um það sem hljómaði eins og alvarlegt útkall.

Tilkynnandi heyrði hróp og köll koma frá móa skammt frá þar sem hann bjó. Heyrði hann konu ítrekað hrópa „Help… Help.“ Þá sá hann tvær manneskjur í fjarska og fannst tilkynnanda eins og um barsmíðar væri að ræða og var önnur manneskjan að hlaupa undan hinni. Allt tiltækt lögreglulið var sent á vettvang á forgangi.

Lögreglumenn komu á vettvang skömmu síðar og hittu á tilkynnanda sem benti þeim á tvær manneskjur á hlaupum töluvert frá. Lögreglumenn tóku á rás og hlupu aðilanna uppi. Er að þeim var komið sáu lögreglumenn að allt virtist vera í himna lagi. Um tvær konur var að ræða, önnur sagði strax „þetta er komið, hún er fundin“ og brosti sínu breiðasta. Lögreglumenn skildu ekki í fyrstu hvað væri í gangi en eftir stutta frásögn kom það í ljós að hundurinn Heaven hafði verið týnd. Höfðu þær stöllur verið að hrópa „Heaven… Heaven“ í tilraunum sínum til þess að ná hundinum sínum aftur. Þær þökkuðu fyrir veitta aðstoð og skjót viðbrögð lögreglu við leit að hundinum, þótt engin tilkynning um týndan hund hafði borist. Fannst þeim samt einkennilegt að lögreglan kæmi á bláum ljósum í þetta verkefni.

Lögreglumennirnir fengu ágætis æfingu í utanvegaspretthlaupi og afar skítuga skó. En voru fegnir að ekkert slæmt hafði hent.

Heaven út í mýri – Sett upp á sér stýri – Úti er ævintýri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Í gær

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“