fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Lúxuslíf Íslendinga: Katrín Tanja Davíðsdóttir – Ein hraustasta dóttir Íslands

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 4. júní 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur í tvígang unnið titilinn Hraustasta kona heims, árin 2015 og 2016, og var í 3. sæti á heimsleikunum í crossfit sem fram fóru í Wisconsin í Bandaríkjunum í ágúst í fyrra. Árið 2016 hlaut hún 34 milljónir í verðlaun fyrir frammistöðu sína, auk skammbyssu. Katrín Tanja sem er 26 ára er með lögheimili á Íslandi, en búsett í Bandaríkjunum.

Hún á glæsilega fasteign á sjöttu hæð á Lindargötu 39, í Skuggahverfinu svokallaða, eignina setti hún á sölu í september í fyrra og er ásett verð 69,5 milljónir króna. Um er að ræða bjarta og glæsilega þriggja herbergja íbúð.

Katrín Tanja er á meðal vinsælustu Íslendinganna á Instagram, en þegar þetta er skrifað þá er hún með 1,5 milljónir fylgjenda, en Katrín Tanja birtir reglulega færslur frá æfingum sínum, hvetjandi gullkorn og fleira.

Síðasta sumar lék Katrín Tanja stórt hlutverk í nýrri herferð bandaríska íþróttavöruframleiðandans Reebok. Meðal þeirra kvenna sem tóku þátt í herferðinni eru Ariana Grande, Gigi Hadid og Gal Gadot. Í auglýsingunni ræðir Katrín Tanja um það jafnrétti sem ríkir innan crossfit-íþróttarinnar. Katrín Tanja bendir á þá staðreynd að í íþróttinni, sem margir Íslendingar stunda, ríki algjört jafnrétti. Hún segir konur gera sömu æfingar og karlar og fá sama verðlaunafé. „Ég er stolt af því að vera kona með vöðva,“ segir Katrín Tanja, „Við getum gert allt sem þeir geta.“

Heimili:

Lindargata 39,

89,9 fm

Fasteignamat: 63.300.000 kr.

Katrín Tanja Davíðsdóttir: 

Tekjublað DV 2018: 4.023.000 kr.

Ekki missa af DV.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta