fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fókus

Adidas-rendurnar þykja ekki nægilega einkennandi – Dæmdar ógildar sem vörumerki

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 20. júní 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinar frægu þrjár rendur Adidas hafa verið dæmdar ógildar sem vörumerki af dómstóli Evrópusambandsins þar sem að rendurnar þykja ekki nægilega einkennandi. Frá þessu greinir fréttastofa Reuters.

Adidas lýsti vörumerki sínu sem Þrjár samsíða rendur sem allar eru af sömu breidd og í sömu fjarlægð frá hvorri annari. Þessi lýsing var kærð af belgíska fyrirtækinu Shoe Branding Europe eftir áratuga langar deilur við Adidas.

Sami evrópudómstóll dæmdi þó tvær renndur belgíska fyrirtækisins ógildar í fyrra þar sem þær þóttu of líkar röndum Adidas.

Adidas þurfti að sýna fram á að rendurnar þrjár væru einkennandi fyrir merkið í öllum 28 löndum Evrópusambandsins, en Adidas hafði einungis gert það í fimm löndum.

Þýski risinn getur þó enn þá fengið leyfi fyrir vörumerkinu hjá Evrópudómstólnum.

Í yfirlýsingu Þýska íþróttavöruframleiðandans segir að dómurinn hafi einungis áhrif á sérstaka notkun merkisins. Ekki eru þó allir vissir með hvað Adidas meinti með því.

„Þó að við séum ósátt með niðurstöðuna, þá munum við virða hana og tökum við fagnandi á móti nothæfri leiðsögn frá dómstólnum varðandi það hvernig hægt væri að verja okkar 3-línu merki á vörum okkar í framtíðinni,“ segir einnig í yfirlýsingu Adidas.u

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna
Fókus
Fyrir 3 dögum

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri