fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

Adidas-rendurnar þykja ekki nægilega einkennandi – Dæmdar ógildar sem vörumerki

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 20. júní 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinar frægu þrjár rendur Adidas hafa verið dæmdar ógildar sem vörumerki af dómstóli Evrópusambandsins þar sem að rendurnar þykja ekki nægilega einkennandi. Frá þessu greinir fréttastofa Reuters.

Adidas lýsti vörumerki sínu sem Þrjár samsíða rendur sem allar eru af sömu breidd og í sömu fjarlægð frá hvorri annari. Þessi lýsing var kærð af belgíska fyrirtækinu Shoe Branding Europe eftir áratuga langar deilur við Adidas.

Sami evrópudómstóll dæmdi þó tvær renndur belgíska fyrirtækisins ógildar í fyrra þar sem þær þóttu of líkar röndum Adidas.

Adidas þurfti að sýna fram á að rendurnar þrjár væru einkennandi fyrir merkið í öllum 28 löndum Evrópusambandsins, en Adidas hafði einungis gert það í fimm löndum.

Þýski risinn getur þó enn þá fengið leyfi fyrir vörumerkinu hjá Evrópudómstólnum.

Í yfirlýsingu Þýska íþróttavöruframleiðandans segir að dómurinn hafi einungis áhrif á sérstaka notkun merkisins. Ekki eru þó allir vissir með hvað Adidas meinti með því.

„Þó að við séum ósátt með niðurstöðuna, þá munum við virða hana og tökum við fagnandi á móti nothæfri leiðsögn frá dómstólnum varðandi það hvernig hægt væri að verja okkar 3-línu merki á vörum okkar í framtíðinni,“ segir einnig í yfirlýsingu Adidas.u

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Í gær

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katy Perry og Justin Trudeau taka stórt skref saman

Katy Perry og Justin Trudeau taka stórt skref saman