fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fókus

Kærasti Söru Heimis í ótrúlegu atviki: „Ég hoppaði úr bílnum og úr bolnum og öllu“

Fókus
Fimmtudaginn 23. maí 2019 10:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærasti vaxtaræktarkonunnar Söru Heimisdóttur, vöðvafjallið Chris Miller, segir frá því á Facebook-síðu sinni að hann hafi á leið sinni heim úr ræktinni sé ungan mann sem hugðist taka eigið líf. Maðurinn var á brú við umferðargötu og virtist ætla kasta sér af henni. Miller gat ekki hugsað sér það og skarst því í leikinn. Hann sneri til baka og þá var maðurinn á ystu nöf.

„Núna var maðurinn á ystu nöf á brúnni svo ég hoppaði úr bílnum og úr bolnum og öllu og kallaði á hann. Hann sneri sér við með tárin í augunum og sagði mér að hypja mig, því ég myndi ekki vilja sjá hvað myndi gerast næst. Á sama tíma og þetta gerist næ ég að senda Söru Heimis skilaboð um að hún ætti að hringja í neyðarlínuna, það væri sjálfmorð í uppsiglingu og ég sendi henni staðsetningu mína,“ segir Miller.

Hann segist svo hafa talað við piltinn sem tjáði honum að hann hefði verið laminn og misnotaður af föður sínum. „Þarna var ég farinn að gráta. Ég gerði eina sem ég kunni og teygði mig í átt til hans, setti hendurnar utan um hann og færði hann af brúninni. Ég ætla ekki að segja allt sem okkur fór á milli en pilturinn faðmaði mig og spurði hvort ég væri engill um svipað leyti og lögreglan kom á vettvang,“ lýsir Miller.

Því svaraði Miller neitandi og sagðist einungis vera að endurgjalda það þegar englar björguðu honum í fortíðinni. Miller er ekki alls ókunnugur dauðanum því líkt og DV greindi frá í fyrra var hann hætt kominn þegar hann fékk hjartaáfall. „Boðskapur þessarar sögu er sá að maður á ávallt að hlusta á eðlishvöt sína. Ég geri mér grein fyrir því að hjálpa manneskju sem hyggst taka eigið líf sé hættulegt, en stundum verður maður að vera mennskur. Í heimi fullum af því slæma verðum við að vera betri,“ segir Miller.

Sara Heimis skrifar svo athugasemd og segir: „Já, þú ert engill elskan. Svo sætt af þér, elska þig.“

https://www.facebook.com/BigChrisMiller/posts/2166070276782039

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Krefst 30 milljóna á mánuði eftir skilnaðinn til að viðhalda „lúxuslífstílnum“

Krefst 30 milljóna á mánuði eftir skilnaðinn til að viðhalda „lúxuslífstílnum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar