fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Frægur poppari sagði Siggu Dögg frá brellu í bólinu: „Maður þurrkar í rúmið og heldur áfram“

Fókus
Mánudaginn 8. apríl 2019 20:30

Sigga Dögg. DV/Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er svo margt um píkuna sem við vitum ekki,“ segir kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir, eða Sigga Dögg, í Föstudagsþættinum Fókus. Umræðuefni þáttarins er píkuheilsa, en útferð var meðal þess sem rætt var.

Engin sulta í miðjunni

Sigga dögg birti mynd af nærbuxum á Instagram fyrir stuttu. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að það var útferð í buxunum.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Sigga Dögg (@sigga_dogg_sexologist) on

„Ég fæ sendar alls konar myndir og ég myndi segjast að þetta væri ein penasta útferð sem hægt væri að bjóða upp á,“ segir Sigga Dögg. En af hverju er aldrei talað um útferð?

„Ég held að hún sé mikið mál því þetta hefur aldrei verið rætt. Þegar þú horfir á bíómyndir og þær fara úr brókinni og hún danglar á stóru tánni þá er engin sulta í miðjunni. Það er bara allt voða hreint og fínt. Og svo förum við að stunda kynlíf með einhverjum og við ætlum að slengja brókinni, þá er þetta ekki sama lögmál og með ristað brauð. Ef þú missir ristað brauð sem er smurt þá lendir alltaf sultan niður, en það lendir alltaf sultan upp með nærbrókina,“ segir Sigga Dögg og hlær. „Við þekkjum þetta allar. Eins og á meðgöngu, hjálpi mér herregud, það er allt á floti þarna niðri.“

Engin píkulykt eftir sturtu

Sigga Dögg segir að útferð geti verið glær, hvítleit og misþykk og mikil eftir því hvar konur eru á tíðarhringnum. Hún segir mikilvægt fyrir konur að fylgjast með útferðinni og leita til læknis ef eitthvað er ekki eins og það á að vera.

„Ef það er ekki vond lykt af henni og þér finnst hún ekki óvenjuþykk og þig klæjar ekki þá er yfirleitt allt þarna á milli nokkuð normalt, ef hún er ekki grænleit eða gulleit og þér finnst ekki sterk lykt. Þú ættir ekki að finna píkulykt af þér þegar þú ert nýkomin úr sturtu. Ef þú finnur lykt þá er það merki um að það gæti verið kominn tími á að fara til læknis.“

Gæja gæi og útferð

Sigga Dögg heldur áfram og rifjar upp kynni sín af frægum, íslenskum tónlistarmanni, en þau ræddu einmitt um útferð.

„Ég var einu sinni í viðtali með frægum poppara sem við skulum ekki geta. Við gætum nafnleyndar. En þetta var svona gæja gæja. Og hann var eitthvað: Sigga, þú og þessi útferð. Þú verður að hætta að tala um þetta. Þetta er ógeðslegt,“ segir Sigga Dögg, sem svaraði popparanum um hæl. „Ertu að segja mér að þú hafir aldrei slædað þér niður og þér hefur mætt útferð og hvað gerir kallinn? Hættirðu við? Nei, kallinn reddar þessu. Og hvað gerir kallinn? Maður þurrkar og þurrkar í rúmið og heldur áfram,“ segir Sigga Dögg.

Hún segir mikilvægt að útferð sé rædd og að konur tali sín á milli um útferð, alveg eins og þær tali um fæðingarsögur, kynlíf og blæðingar.

„Ef við erum að tala um píkuheilsu, af hverju er þetta ekki eitt af því sem við erum að tala um? Við erum svo fókuseruð á blæðingar en hvað með útferðina? Hvað með stöffið í brókinni?“

Horfa má á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 3 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni