fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Baltasar Kormákur og Sunneva byrjuð að hittast

Fókus
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 10:37

Baltasar hefur í nægu að snúast.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú saga gengur fjöllum hærra að Baltasar Kormákur, þekktasti leikstjóri landsins, sé farinn að slá sér upp með nýrri ástkonu. Sú heppna heitir Sunneva Ása Weisshappel og hefur getið sér gott orð sem listakona og leikmyndahönnuður undanfarin ár. Talsverður aldursmunur er á turtildúfunum eða 23 ár.

Hvorki Sunneva né Baltasar vilja tjá sig um málið í samtali við DV, en neita því þó ekki að þau hafi eytt miklum tíma saman að undanförnu. Samkvæmt heimildum DV er sambandið ekki á alvarlegum stigum eins og er en hver veit hvað verður.

Baltasar þarf vart að kynna, en hann hefur gert garðinn frægan síðustu ár sem leikstjóri, bæði hér heima og erlendis. Síðustu verkefni hans eru önnur sería af Ófærð, Hollywood-myndin Adrift og íslenska kvikmyndin Eiðurinn. Baltasar hefur unnið til fjölda verðlauna á ferlinum, þar á meðal til níu Eddu verðlauna, þrennra verðlauna á Karlovy Vary-hátíðinni og verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Toronto.

Hann er nú með ýmislegt í pípunum, en þar ber helst að nefna njósnatryllirinn The Good Spy, þar sem Baltasar mun leikstýra stórleikaranum Hugh Jackman, og spennutryllirinn Deeper sem fjallar um fyrrverandi geimfara sem er fenginn til að fara á dýpsta stað sjávar og kemst þar í kynni við ýmis yfirnáttúruleg fyrirbæri. Fyrir rúmum mánuði síðan var greint frá því að Baltasar og eiginkona hans til tuttugu ára, Lilja Pálmadóttir, væru skilin að borði og sæng.

Baltasar og Lilja á góðri stundu.

Listakonan, búningahönnuðurinn og ævintýrastelpan Sunneva Ása Weisshappel hefur verið áberandi í listalífi þjóðarinnar undanfarin ár, en einnig vakið athygli utan landsteinanna. Hún hlaut til að mynda Grímuverðlaunin árið 2015 fyrir búninga í sýningunni Njálu og hefur starfað mikið erlendis við búningahönnun með leikstjóranum Þorleifi Erni Arnarsyni, en jafnframt sinnt myndbandagerð og kóreógrafíu fyrir leikhúsverk. Þá hefur Sunneva Ása leikstýrt og unnið við gerð fjölda tónlistarmyndbanda og fengið margar tilnefningar til verðlauna, bæði hérlendis og erlendis, meðal annars á Íslensku tónlistarverðlaununum, The Northern Wave Film Festival og Nordic Music Video Awards.

Sunneva Ása Weisshappel. Ljósmynd: DV/Hanna
Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli