fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

Siggi varð landsþekktur sem Costco gaurinn – „Ég varð að halda þessum bolta á lofti því ég er náttúrlega athyglissjúkur“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 30. mars 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Sólmundarson varð landsþekktur sem Costco gaurinn vegna myndbanda sem hann birti á Facebook. Eftir skelfilegt bílslys stuttu fyrir jólin 2018 stendur hann á krossgötum hvað atvinnumál varðar. Hann segist vera athyglissjúkur með eindæmum, en líður þó best einum með sjálfum sér. Blaðamaður settist niður með Sigurði yfir kjötbollum í Ikea og ræddi lífið og tilveruna og fór síðan jómfrúarferð sína í Costco undir dyggri handleiðslu Sigga.

Þetta er hluti af stærra viðtali í helgarblaði DV.

Landsþekktur sem Costco gaurinn

Siggi varð landsþekktur og fékk nafnbótina Costco gaurinn þegar myndband af honum í versluninni varð „viral“ á netinu. „Ég var í Amsterdam ásamt þremur vinum mínum þegar Costco var að opna, við vorum að fylgjast með á netinu og fannst það geðveikt fyndið hvað fólk var að missa sig yfir þessu og ég pantaði mér kort þarna úti. Svo þegar ég kom heim og fór að sækja kortið tók ég upp myndband sem átti að verða einkahúmor okkar á milli og setti það á Facebook. Það fór síðan á eitthvert flug og þá varð eiginlega ekki aftur snúið. Ég varð að halda þessum bolta á lofti því ég er náttúrlega athyglissjúkur og þetta var auðveldasta athygli sem ég hef nokkurn tíma fengið, 100 þúsund áhorf á eitthvert myndband þetta var bara „no brainer“.“

Eftir nokkrar ferðir í Costco var Siggi orðinn uppiskroppa með pláss heima hjá sér. „Ég var með 200 rúllur af klósettpappír og tíu lítra af súrsætri sósu og eitthvað svona sem mig vantaði bara ekki neitt, þannig að ég hef ekki farið í Costco lengi. Mér fannst mig vanta þetta, en auðvitað vantaði mig ekkert af þessu, en ég hef til dæmis ekki keypt klósettpappír núna í ár.“

Hann gerði sér stundum ferð í Costco bara til að geta tekið upp myndband, en hann hefur ekki sett inn slíkt síðan í fyrrasumar, enda bæði afsakaður vegna slyssins og einfaldlega ekki átt erindi þangað að eigin sögn. „Einhleypur maður þarf ekki að fara nema svona tvisvar á ári.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn
Fókus
Í gær

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm