fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fókus

Eyrað 2019 – Átt þú handrit að verðlaunabók?

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 25. mars 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Storytel efnir í fyrsta sinn til handritasamkeppni fyrir hljóðbækur.

Óskað er eftir tilbúnum handritum að skáldsögu á íslensku sem skal vera samfelldur texti sem tekur um 6 – 9 klukkustundir í lestri, eða 50.000 – 90.000 orð.

Valin verða allt að þrjú handrit úr innsendum verkum sem gefin verða út sem hljóðbækur hjá Storytel. Útvöldum höfundum býðst útgáfusamningur vegna hljóðbókar en höfundur heldur öðrum réttindum svo sem vegna raf- eða prentaðrar bókar. Storytel sér um framleiðslu, markaðssetningu og greiðir fyrirframgreiðslu vegna verksins.

1. sæti – 300.000 kr
2. sæti – 200.000 kr
3. sæti – 100.000 kr

Höfundagjöld eru greidd skv. útgáfusamningi milli Félags íslenskra bókaútgefenda og Rithöfundasambands Íslands. Fyllsta trúnaðar verður gætt vegna innsendra handrita en skýrt verður frá vinningshöfum opinberlega.

Dómnefnd er skipuð Sigrúnu Margréti Guðmundsdóttur, bókmenntafræðingi og formanni dómnefndar, Óskari Guðmundssyni rithöfundi og Sólu Þorsteinsdóttur framleiðanda hjá Storytel.

Handritin, ásamt stuttri kynningu á höfundi skulu send fyrir 9. maí 2019 á netfangið handrit@storytel.com, merkt „Eyrað 2019“.

Storytel
Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona var líkamlegt ástand hennar eftir að hún svaf hjá yfir þúsund karlmönnum

Svona var líkamlegt ástand hennar eftir að hún svaf hjá yfir þúsund karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry sagður hafa klúðrað sáttum við föður sinn með nýjasta útspilinu – „Hann var svo nálægt því“

Harry sagður hafa klúðrað sáttum við föður sinn með nýjasta útspilinu – „Hann var svo nálægt því“