fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fókus

Costco-samfélagið á Íslandi í sárum – Kóngurinn felldur – „Farið vel með ykkur“

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 17. desember 2019 14:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Engilbert Arnar Friðþjófsson, oftast kallaður Costco-kóngurinn, hefur verið settur í bann í hópnum COSTCO – Gleði, hópi sem hann stofnaði og telur 36 þúsund Íslendinga. Vinur hans, Erlingur, deilir þeim fregnum innan hópsins.

Svo virðist sem Facebook hafi talið Engilbert hafa farið yfir strikið í einhverri færslu hans, en hann deilir helstu kjörum í Costco. Engilbert sendi fyrrnefndum Erling skilaboð, sem kom þeim svo á framfæri. Þau hljóðuðu svo:

„Jæja þá er Facebook allt í einu farið að senda mér tilkynningar sem hljóma svona: „Your post goes against our Community Standards so only you can see it.“ Og ekki nóg með það heldur eru þeir einnig farnir að taka út aðra pósta sem ég hef verið að setja inn nýlega fyrir ykkur. Þannig þið getið ekki lengur séð þá. Ég vildi bara láta ykkur vita.“

Hann segist einungis hafa reynt að gleðja fólk: „Ég botna ekkert í þessu. Kannski er þetta vegna þess að myndirnar mínar eru farnar að telja í þúsundum  sem ég hef tekið til þess að hjálpa og gleðja sem flesta. Ég vona bara að þessi póstur sleppi í gegn því ég vildi bara segja takk. COSTCO-Gleði er síðan ykkar, þakka þér kærlega fyrir að vilja hjálpa öðrum og gleðja aðra. Þannig að þakklætið fer klárlega til ykkar. Farið vel með ykkur,“ skrifar Engilbert.

Meðlimir hópsins virðast í áfalli yfir þessum fregnum. „Engilbert Arnar er ómissandi fyrir þessa síðu,“ skrifar ein kona til dæmis. Það er óhætt að segja að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem dramatík blossar upp innan hópsins. Fyrir tæpu ári sauð upp úr þegar Engilbert tilkynnti að hann væri hættur því hann var ósáttur við ýmislegt hjá Costo, svo sem skort á LEGO.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikarinn fór í fitusog eftir að vændiskona særði tilfinningar hans með einu orði

Leikarinn fór í fitusog eftir að vændiskona særði tilfinningar hans með einu orði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Beggi Ólafs var ber að ofan í Central Park og lenti í óvæntu samtali – „Var ekki að búast við því að gráta þennan morguninn“

Beggi Ólafs var ber að ofan í Central Park og lenti í óvæntu samtali – „Var ekki að búast við því að gráta þennan morguninn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigurvegarar og tískan á VMA hátíðinni

Sigurvegarar og tískan á VMA hátíðinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Staðfestir að hún mun túlka Madonnu

Staðfestir að hún mun túlka Madonnu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lilja Katrín orðlaus með viðtökur sólarhrings bakstursmaraþons – „Hlýjan, kærleikurinn og góðmennskan verður ekki metin til fjár“

Lilja Katrín orðlaus með viðtökur sólarhrings bakstursmaraþons – „Hlýjan, kærleikurinn og góðmennskan verður ekki metin til fjár“