fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fókus

Tobba opnar sig um systurmissinn: „Síðan hún dó er lífið verra og verður verra“

Fókus
Föstudaginn 13. desember 2019 09:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tobba Marinós opnar sig um systurmissinn í nýjasta tölublaði Mannlífs sem kom út í dag. Systur Tobbu, Regína, var bráðkvödd í maí 2016. Tobba á erfitt með að ræða um það, en hún kom að Regínu látinni á heimili foreldra þeirra.

„Ég er eiginlega ekki komin á þann stað að geta rætt það. Þetta er eitthvað sem maður er enn þá að vinna úr og langt í það að ég geti mikið rætt það. En ég get sagt að síðan hún dó er lífið verra og verður verra og maður sjálfur verri. Það er eiginlega engin leið til að lýsa því, þetta er bara svarthol. Sumir dagar ganga betur en aðrir en stundum er maður alveg ónýtur. Mér finnst svo skrýtið hvað fólk virðist eiga erfitt með að skilja það. Ekkert mjög löngu eftir að systir mín dó var fólk farið að spyrja hvort mamma og pabbi væru eitthvað að koma til. Eins og þau hefðu fengið flensu. Það er alveg sturlað,“ segir Tobba við Mannlíf.

Tobba segir að jólin séu erfiður tími fyrir fjölskylduna.

„Það er ekkert hægt að mæla sorg í mánuðum eða árum. Ég ef farið í sálfræðimeðferðir og svo framvegis og reynt að stytta mér leið eins og hægt er, en það virkar ekki. Foreldrar mínir hafa staðið sig ótrúlega vel og við reynum öll að hjálpast að við að komast í gegnum þetta, ekki síst á þessum tíma í kringum jólin,“ segir hún.

Þú getur lesið viðtalið við Tobbu í heild sinni í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrauna yfir All´s Fair – Sögð vera versta sjónvarpsþáttaröðin

Hrauna yfir All´s Fair – Sögð vera versta sjónvarpsþáttaröðin
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það