fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Fókus

Óveðursdrykkjuleikur Jóns Bjarna – Kláraðu drykkinn ef þú sérð trampólín á flugi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 10. desember 2019 10:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Bjarni Steinsson, eigandi og framkvæmdarstjóri Dillon við Laugaveg, hefur búið til skemmtilegan drykkjaleik fyrir óveðrið sem við landsmenn eigum von á seinna í dag. Hann gaf Fókus góðfúslegt leyfi til að deila leiknum með lesendum.

„Væri ekki hægt að búa til einhvern skemmtilegan drykkjuleik á morgun fyrst fólk er hvor eð er að hanga heima.. Allir með drykk við hönd uppúr 14 og fylgjast með fréttum.. hægt að sötra í rólegheitum en ef eitthvað af eftirfarandi gerist þá gilda reglur:

– Trampólín á flugi – klára drykkinn

– Fréttir af lausum þakplötum – klára drykkinn

– Fyrir viðtal við hvern þann sem lenti í vandræðum vegna flugs sem er hætt við – klára drykkinn

– Fyrir hverja mínútu sem fréttamaður stendur í beinni útsendingu í blindbyl skal blanda einum einföldum af sterku í glas – menn ráða hvort þeir bæta við blandi

– Fyrir viðtal við lögreglumann í búning sem segir okkur að fólk eigi ekki að vera á ferðinni skal drekkast tvöfaldur sterkur

– Kristján Már æsifréttamaður mætir í gula vestinu og tekur viðtal við viðbragðsaðila.- Tequilaskot

Passa svo að setja vídeo af hverjum gúlluðum drykk á Instagram.“

Jón Bjarni stingur síðan upp á að nota myllumerkið #12vindstig á samfélagsmiðlum.

Hvað segja lesendur, ætlið þið í þennan drykkjuleik?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjötugur og faðir í áttunda sinn

Sjötugur og faðir í áttunda sinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórleikarinn segist hafa sætt sig við að einkadóttirin kæri sig ekki um hann – „Ég gerði allt sem ég gat“

Stórleikarinn segist hafa sætt sig við að einkadóttirin kæri sig ekki um hann – „Ég gerði allt sem ég gat“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gisele Bündchen veitti sjaldséða innsýn í sambandið

Gisele Bündchen veitti sjaldséða innsýn í sambandið