fbpx
Laugardagur 06.júní 2020
Fókus

Bryndís Líf svarar manni sem kallaði hana hóru: „Farðu í einhver föt!“

Fókus
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 09:23

Bryndís Líf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Bryndís Líf svarar karlmanni sem kallar hana hóru og segir henni að fara í föt. Maðurinn skrifaði við nýjustu mynd hennar á Instagram. Bryndís Líf birtir reglulega djarfar myndir af sér og er nýjasta mynd hennar engin undantekning.

View this post on Instagram

ᴍᴏɴᴅᴀʏ ᴍᴏᴏᴅ🖤

A post shared by Bryndís Líf (@brynnale) on

Instagram-notandinn gibsgibs11 skrifaði við mynd Bryndísar:

„Farðu í einhver föt! Gifstu íslenskum gaur og eignastu börn. Af hverju ertu að sýna fegurð þína fólki sem þú myndir ekki einu sinni hugsa um að vera með? Lætur eins og hóra, þó ég skal veðja að þú ert það ekki. Vaknaðu, þú átt eftir að sjá eftir öllu þessu.“

Bryndís birtir skjáskot af ummælunum í Instagram Story og svarar þeim.

„Ég vill frekar láta eins og hóra heldur en að vera einhver sem reynir að draga aðra niður. Auðveldasta leiðin til að sjá hvernig líf þitt mun verða er að taka eftir hversu mikla neikvæða athygli þú gefur öðrum og þér sjálfri. Og svo annað, ef þú heldur að þú getur stjórnað því hvað ég geri með ummælum, má ég stinga upp að þú haldir þig til friðs,“ segir Bryndís Líf.

Hún segir einnig að það þurfa ekki allir að verða eitthvað sem samfélagið „vill að við verðum. Vertu öðruvísi.“

Skjáskot/Instagram @brynnale

Nokkrir netverjar koma Bryndísi til varnar í kommentakerfinu undir mynd hennar.

„Bryndís má gera það sem hún vill, ef það truflar þig geturðu tekið kommentið þitt og farið héðan!!!“ Skrifaði einn netverji.

„Af hverju?? Hún er með fallegan líkama og hún ætti að sýna hann. Ef ég myndi líta út eins og hún þá myndi ég alltaf vera nakin – af hverju? Því við ERUM UNG og við getum gert klikkaða hluti stundum. Og afsakaðu en ekki allar konur þurfa börn og eiginmenn til að vera hamingjusamar. Hún hefur tíma fyrir það og hún mun gera það sem hún vill. Ef myndirnar hennar trufla þig, ekki horfa á þær,“ skrifaði ein kona.

DV tók viðtal við Bryndísi Líf í ágúst síðastliðnum um fyrirsætustörfin og djörfu myndirnar. Hún sagði meðal annars:

„Það er eins og [nekt] sé tabú hérna á Íslandi að mínu mati. Eins og þetta sé eitthvað nýtt. En ég fylgi alveg áhrifavöldum að utan og þá er þetta bara fullkomlega eðlilegt, kannski af því að þar er heitara, ég veit ekki. En mér finnst þetta svona „free-spirited“ dæmi, að láta ekki einhvern annan hefta mig því þeim finnst þetta ekki í lagi,“ segir Bryndís Líf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Ólafur Hand sýknaður
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hannaði eitt flottasta hostel landsins og gefur góð ráð við sumarhúshönnun

Hannaði eitt flottasta hostel landsins og gefur góð ráð við sumarhúshönnun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram: „Þetta snýst allt um sjónarhorn“

Vikan á Instagram: „Þetta snýst allt um sjónarhorn“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Eva byggði útieldhús fyrir sumarbústaðinn

Eva byggði útieldhús fyrir sumarbústaðinn
Fókus
Fyrir 1 viku

Guðrún tók gamalt fellihýsi í gegn með glæsilegri útkomu

Guðrún tók gamalt fellihýsi í gegn með glæsilegri útkomu
Fókus
Fyrir 1 viku

Auður sakaður um stuld á Twitter

Auður sakaður um stuld á Twitter
Fókus
Fyrir 1 viku

Auglýsingastofa breytir um nafn og flytur í Kringluna

Auglýsingastofa breytir um nafn og flytur í Kringluna