fbpx
Þriðjudagur 02.júní 2020
Fókus

Björn Ingi segir að þetta hafi gerst þegar hann hætti að drekka

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 4. nóvember 2019 11:15

Björn Ingi Hrafnsson Fyrrverandi borgarfulltrúi og fjölmiðlamaður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, birti í gær færslu á Facebook-síðu sinni, þar sem hann ræddi um edrúmennskuna og kosti hennar.

Björn segist vera farinn að átta sig á kostum þess að vera edrú, en hann segist vera búinn að vera það í fimm mánuði.

„Nú þegar rétt um fimm mánuðir eru liðnir frá því ég setti tappann í flöskuna, er maður rétt aðeins farinn að átta sig á kostum þess að vera alltaf allsgáður og með kollinn í lagi.“

Björn segir að nú sé hann betri faðir, auk þess sem hann geti ræktað bæði líkama og sál betur en áður.

„Ég er enn bara nýnemi á þessari braut og á mikið eftir ólært, en gleðst yfir hverjum degi þar sem maður er besta útgáfan af sjálfum sér en ekki sú versta, betri faðir barnanna sinna, getur sinnt fjölskyldunni betur, ræktað líkama og sál í stað þess að deyfa tilfinningarnar og fresta því sem þarf að takast á við.“

„Aukinheldur kynnist maður allt í einu fjölda fólks í sömu sporum sem biður í sameiningu æðri mátt um aðstoð við að ná tökum á eigin lífi.“

Björn nefnir tíu atriði sem hann segist finna fyrir eftir að hafa orðið edrú.

„1. Betra jafnvægi, andlegt og líkamlega.

2. Kvíðinn er horfinn.

3. Maður vaknar í sama standi og þegar maður sofnar og þarf ekki að raða óljósum minningabrotum saman með tilheyrandi vanlíðan.

4. Maður er aldrei þunnur.

5. Maður er alltaf til staðar.

6. Börnin hafa eignast miklu betri föður.

7. Peningasparnaðurinn er mikill.

8. Líkamleg heilsa hefur snarbatnað.

9. Útlit og líðan tekur stakkaskiptum.

10. Maður er hreinskilinn í samskiptum og einlægur.“

Að lokum mælir Björn með því að fólk setji tappan á flöskuna, en hann segir það hafa breytt lífi sínu.

„Ég mæli eindregið með því að hætta að drekka, það breytti lífi mínu. En þessa ákvörðun verður hver og einn að taka fyrir sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Einn vinsælasti innanhússarkitekt landsins á lausu

Einn vinsælasti innanhússarkitekt landsins á lausu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndband vikunnar – Stórstjarna breytti sér í Spider Man en allir horfðu á kynfærin

Myndband vikunnar – Stórstjarna breytti sér í Spider Man en allir horfðu á kynfærin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eliza Reid: Ef mér er ekki boðið þá mæti ég auðvitað ekki.

Eliza Reid: Ef mér er ekki boðið þá mæti ég auðvitað ekki.
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tímavélin: Íslenskar útihátíðir sem heyra sögunni til

Tímavélin: Íslenskar útihátíðir sem heyra sögunni til
Fókus
Fyrir 6 dögum

Segir að vændi geti verið ánægjulegt en hún væri ekki á lífi ef hún hefði haldið áfram

Segir að vændi geti verið ánægjulegt en hún væri ekki á lífi ef hún hefði haldið áfram
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gísli Marteinn hélt að grín sitt um Garðabæ væri ýkjur en annað kom á daginn

Gísli Marteinn hélt að grín sitt um Garðabæ væri ýkjur en annað kom á daginn
Fókus
Fyrir 1 viku

35 ára bústaður Eydísar fékk allsherjar yfirhalningu

35 ára bústaður Eydísar fékk allsherjar yfirhalningu
Fókus
Fyrir 1 viku

Kristín Avon blæs á sögusagnirnar um faðerni dóttur sinnar: „Rétt skal vera rétt“

Kristín Avon blæs á sögusagnirnar um faðerni dóttur sinnar: „Rétt skal vera rétt“